Grundarfjarðarbær kannar nú áhuga foreldra á að bætt verði við næstu viku í sumarnámskeiðum fyrir börn. Í boði voru tvær og hálf vika nú í júní, samkvæmt auglýsingu í maí sl. Möguleiki er á að bæta næstu viku við ef næg þátttaka verður, þ.e. vikunni 22. - 26 júní.

Foreldrar sem vilja skrá börn sín þessa viðbótarviku eru vinsamlegast beðnir um að sækja um hálfan eða heilan dag, á eyðublaði á bæjarvefnum, smellið hér

Námskeiðin eru í boði fyrir börn fædd 2008-2014. 

Í upprunalegu auglýsingunni má finna upplýsingar um verð og fleira, sjá hér