Á 304. fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar, 11. desember 2025, samþykkti bæjarstjórn að veita afslátt af gatnagerðargjöldum á tilteknum eldri íbúðarlóðum.  Afslátturinn gildir frá 1. janúar til 31. desember 2026.

Veittur er afsláttur af gjaldskrá gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar íbúðarhúsnæðis á eftirtöldum, eldri íbúðarlóðum:

  • Grundargata 63
  • Fellabrekka 1
  • Hellnafell 1
  • Fellabrekka 7, 9, 11 og 13
  • Fellasneið 5
  • Fellasneið 7
  • Ölkelduvegur 17a-17b

Sjá ofangreindar lóðir á kortasjá Grundarfjarðarbæjar

Lágmarksgjald skv. gjaldskrá gatnagerðargjalda er aftengt á tímabilinu, en hámarksgjald helst óbreytt.

Lóðaúthlutun og framkvæmdir fara eftir nánari skilmálum sem bæjarstjórn hefur samþykkt. 

Skilmála má finna hér.

Hér má finna frekari upplýsingar um lausar lóðir, umsóknareyðublað og fleira.