Þriðjudaginn 15. maí var haldinn fjórði íbúafundurinn í Grundarfirði á kjörtímabilinu. Fundirnir hafa ávallt verið vel sóttir og voru fundarmenn nú liðlega 40.

Á fundinum var farið yfir framkvæmdir ársins, fjármál, sorpmál og umhverfismál almennt. Þá kynnti Björg Ágústsdóttir svæðisgarð á Snæfellsnesi og Anna Júnía Kjartansdóttir kynnti verkefni nema við Fjölbrautaskólann sem kallaðist "Fyrir mér er Grundarfjörðru heima - Framtíðarsýn til 2025".

Að loknum erindum voru almennar umræður og fyrirspurnir.

Meðfylgjandi eru glærur frá fundinum.