Sumardagurinn fyrsti er liðinn þetta árið og það er svo sannarlega vor í lofti. Fuglasöngurinn glymur í eyrum og gróðurinn er allur að taka við sér.  Unnið hefur verið að því að undirbúa sundlaugina okkar fyrir sumaropnun, en mánudaginn 26. apríl hefst skólasund í grunnskólanum. Á meðfylgjandi mynd er Aðalsteinn umsjónarmaður íþróttamannvirkja að taka á móti olíu frá Einari Magnúsi, en olían er notuð til að kynda laugina og öll skóla- og íþróttamannvirkin.  

 

Um helgina er svo hreinsunarátak á Snæfellsnesi og eru íbúar hvattir til að kíkja í kringum sig og hreinsa rusl af eigin lóðum og nærumhverfinu! Margar hendur vinna létt verk!  

Sjá nánari upplýsingar um hreinsunardaginn.