Nú í lok skólaársins er gaman að geta þess að þjónusta við nemendur framhaldsskóla og háskóla hefur aldrei verið meiri. Yfir 40 heimsóknir nemenda fjölbrautaskóla eru skráðar á haustönn og 65 á vorönn. Háskólanemendur komu 10 sinnum á haustönn en 16 sinnum á vorönn. 88% notenda eru nemendur í FSN eða búsettir í Grundarfirði.

Í skápum Byggðasafnsins eru nú munir sem tengjast aflögðum siðum og kaffitímum og leikarablöð frá Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Gestaþraut í afgreiðslu.

Bækur, myndbönd og tímarit um vorstörfin í garðinum og útivist og útiíþróttir.

Höfum bætt við nýjum tímaritum í áskrift. Nýjar ljóðabækur.