Eftirfarandi bókun var samþykkt á 279. fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þann 11. janúar 2024: 

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fylgist náið með viðræðum Samtaka atvinnulífsins og landssambanda og stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Eitt mikilvægasta verkefnið í kjaraviðræðunum er að ná niður verðbólgu og háu vaxtastigi. Slíkar hækkanir hafa komið afar illa niður á sveitarfélögum, heimilum og fyrirtækjum. 

Bæjarstjórn telur að samstillt átak allra þurfi til að ná niður verðbólgu og háu vaxtastigi. Til þess þurfa ríki, sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðarins og fyrirtæki landsins að leggjast á eitt og enginn getur skorast undan ábyrgð.

Bæjarstjórn vill leggja sitt af mörkum svo ná megi þjóðarsátt allra aðila og er tilbúin að endurskoða gjaldskrárhækkanir náist þjóðarsátt.

Sjá fundargerð 279. fundar bæjarstjórnar hér. 

 Mynd Tómas Freyr Kristjánsson, ágúst 2023.