Forsetakosningar, laugardaginn 26. júní

Kjörfundur vegna forsetakosninga 26. júní 2004 hefst kl. 10 árdegis og honum lýkur í síðasta lagi kl. 22.   Kjörstaður er í samkomuhúsi Grundarfjarðar, efri sal.   Minnt er á að kosningar fara fram samkvæmt gildandi kjörskrá. Kjörskrá er til sýnis á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30 til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar, kl. 09:30-12:15 og 13:00-15:30.

17. júní hátíðarhöld

Hátíðardagskráin var með hefðbundnu sniði hér í Grundarfirði. Dagurinn byrjaði með sundmóti UMFG og í kjölfarið var hlaupið Grundar- og Kvernárhlaup. Fyrir skrúðgöngu var börnum boðið upp á andlitsmálningu. Að því loknu hélt skrúðgangan með Hesteigendafélag Grundarfjarðar í broddi fylkingar upp í þríhyrning.  

Nýir starfsmenn

Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir í ný störf hjá Grundarfjarðarbæ.  Annars vegar er um að ræða umsjónarmann fasteigna og hins vegar aðalbókara/ritara á bæjarskrifstofu.  Umsjónarmaður fasteigna er Gunnar Pétur Gunnarsson vélfræðingur og rafeindavirki. Hann mun taka til starfa um miðjan ágúst. Aðalbókari/ritari á bæjarskrifstofu er Helga Hjálmrós Bjarnadóttir viðskiptafræðingur. Hún hefur þegar hafið störf.   Þau Gunnar og Helga eru boðin velkomin til starfa hjá Grundarfjarðarbæ!  

Grillveisla við Sögumiðstöð

Í tilefni þess að áfanga í hreinsunarátaki er lokið bjóða Grundarfjarðarbær og Kaffi 59 til grillveislu við Sögumiðstöð kl. 18:00 í dag.   Allir velkomnir!   

Gestastofa opnuð í Sögumiðstöð

  Glaðst var yfir enn einum áfanga í uppbyggingu Eyrbyggju-sögumiðstöðvar í dag þegar svonefnd Gestastofa var formlega tekin í notkun. Í Gestastofu, sem jafnframt er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, er farið ótroðnar slóðir við að koma upplýsingum og fróðleik á framfæri.    

Skemmtiferða- og fleiri skip

  Miklar annir voru hjá Hafsteini hafnarverði Grundarfjarðarhafnar í dag. Um sexleytið í morgun lagðist fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins að stóru bryggju og fyrir hádegi var einnig mætt olíuskipið Kyndill, auk heimaskipa sem komin voru inn til löndunar.  

Mikil aðsókn í FSn

  Nú liggja fyrir tölulegar upplýsingar sem unnar hafa verið úr umsóknum um skólavist í hinum nýja Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Alls sóttu 106 einstaklingar um skólavist og fer aðsóknin langt fram úr væntingum, en gert hafði verið ráð fyrir um 50-60 nemendum fyrsta skólaárið.    

Framlagning kjörskrár

Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna forsetakosninga 26. júní 2004 hefur verið yfirfarin og staðfest af bæjarráði.   Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofunni almenningi til sýnis frá og með kl. 13.00 miðvikudaginn 16. júní til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar, kl. 09:30-12:15 og 13:00-15:30.  

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Funchal, lagðist að bryggju hér í morgun. Með skipinu eru einkum Bretar að þessu sinni og um 150 þeirra ætla að rölta um bæinn í stað þess að fara í skipulagðar ferðir. Funchal stoppar stutt við og mun leggja úr höfn kl. 14 í dag.  

Hreinsunarátak 2004

Grundfirðingar hafa löngum verið stoltir af sveitarfélaginu sínu, fallegu landslagi og umhverfi. Það hefur auk þess verið metnaðarmál íbúanna að hafa snyrtilegt og fínt í kringum sig og leggja þannig sitt af mörkum til að skapa samfélag þar sem okkur líður vel og við getum af stolti boðið heim gestum. Okkur hefur á síðustu árum gengið ágætlega í þessari viðleitni – en við getum samt alltaf gert betur.   Nú tökum við á því og gerum skínandi hreint, í bæ og sveit.