Takmarkið náðist

Söfnunarfólk frá Neyðarhjálp úr norðri fékk góðar viðtökur þegar gengið var í hús í Grundarfirði í gærkvöldi. Þrátt fyrir að mjög margir væru búnir að gefa í söfnunina með því að hringja inn framlög þá náðist markmiðið  sem við settum okkur og rúmlega það. Myndarleg framlög komu frá félögum og fyrirtækjum auk þess sem einstaklingar gáfu. Góð stemming var í Krákunni þar sem tónlistarkennarar og fleiri fluttu lifandi tónlist og safnaðist þar góð upphæð með sölu á veitingum.           Alls söfnuðust kr. 600.000.  

Gjöf frá Grundfirðingum

Það hefur víða komið fram hvað Grundfirðingar eru bjartsýnir, jákvæðir og standa vel saman.  Áhugasamir einstaklingar og félög í Grundarfirði hafa ákveðið að nota þessa krafta til að safna sem nemur kr. 500,- á hvern Grundfirðing til að gefa í söfnunina „Neyðarhjálp úr norðri“.   Í þetta fer söfnunarféð:   • Treysta framtíð barna sem misst hafa foreldra sína. • Hjálpa fjölskyldum sem misstu allt sitt til að koma undir sig fótunum á ný. • Veita læknisaðstoð og heilsugæslu og koma í veg fyrir frekari skaða

Nýr pallur við skíðalyftuna !

Í dag miðvikudag kl 17:00 á að endurnýja pallinn við skíðalyftuna. Okkur vantar því nokkra foreldra til þess að koma kl 17 upp að lyftu og smíða með okkur. Hafið með ykkur hamar !  UMFG. 

Íþróttamaður HSH

Hlynur Elías Bæringsson tekur við titlinum aðal-íþróttamaður 2004 hjá HSH Fimmtudaginn 6. janúar sl. voru íþróttamenn HSH fyrir árið 2004 útnefndir í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Tveir Grundfirðingar voru kjörnir íþróttamenn ársins í sinni grein, þeir Hermann Geir Þórsson, knattspyrnumaður hjá Víkingi, búsettur í Grundarfirði og Hlynur Elías Bæringsson, körfuknattleiksmaður hjá Snæfelli, en Hlynur er fæddur og uppalinn í Grundarfirði. Hlynur var jafnframt kjörinn aðal-íþróttamaður 2004 hjá HSH. Þeim Hermanni og Hlyni eru færða bestu óskir með titlana sem og öðrum kjörnum íþróttamönnum. Útnefningar frá ráðum voru eftirfarandi:  

FSN - Ísland í bítið miðvikudag

Einhverjir hafa eflaust áhuga á því að fylgjast með skólameistara og forseta nemendafélags FSN í morgunþætti Stöðvar 2, Ísland í bítið, í fyrramálið, miðvikudag 12. janúar, á milli kl. 8 og 9.

Frá Hafró - fundur um ástand hörpudisks

Hafrannsóknastofnunin boðar til opins fundar um ástand hörpudisks í Breiðafirði og nýlegar hörpudisksrannsóknir á Ráðhúsloftinu, Hafnargötu 3, Stykkishólmi, 12. janúar kl. 17:00.  

Skíðalyftan!

Mikil aðsókn hefur verið í lyftuna undanfarna dagaLyftan verður opin frá kl 15-19 á meðan nægur snjór er. Fleira fólk vantar til þess að vinna við lyftuna. Áhugasamir hafi samband í síma 863-0185 eða á netfangið umfg@grundo.is. Fábær mæting var í lyftuna um helgina og kom fólk langt að til þess að fara á skíði hjá okkur. Gaman var líka að sjá hversu margir mættu með alla fjölskylduna á skíði. Þarna voru börn á skíðum,snjóbrettum,snjóþotum og í barnavögnum. Sjá á meðfylgjandi myndum.  

Þrettándagleði

Á þrettánda degi jóla, fimmtudaginn 6. janúar sl., var á vegum foreldrafélags Grunnskólans haldin brenna á sjávarbakkanum í landi Hellnafells, rétt utan við bæinn. Álfaganga var farin frá veitingahúsinu Kaffi 59 og var gengið að brennustað. Í broddi fylkingar voru álfakóngur og álfadrottning, þau Gunnar Njálsson og Ída María Ingadóttir. Björgunarsveitin Klakkur hélt svo flugeldasýningu uppi í hæstu hæðum, eða á toppi Fellakolls fyrir ofan hesthúsahverfi. Veðrið var stillt og gott og mikill fólksfjöldi, börn og fullorðnir, sem skemmti sér hið besta.   Þessar stelpur voru kátar á brennunni

Þorrablótsnefndin.

Þorrablótsnefnd hjónaklúbbsins hittist í samkomuhúsinu í dag til þess að kanna aðstæður og máta sviðið. Í nefndinni í ár eru Jóna og Guðmundur Smári, Árni og María, Eygló og Addi, Ella og Kiddi, Fjóla og Jói, Jóhanna og Gunnar, Fríða og Guðmundur og Anna og Steini. Nú er bara að taka frá 29. janúar og mæta á 40. þorrablót Hjónaklúbbsins.                  Skyldi vera gert grín af þér ? Efi röð; Jóna,Eygló,Jóhanna,Ella,Fjóla,Anna og Fríða.  Neðri röð; Árni,Gunnar,Kiddi,Jói,Steini og Guðmundur. Á myndina vantar Guðmund Smára (hann tók myndina),Adda(hann var á fótboltamóti) og Maríu ( hún gat ekki mætt)   

Vígsla skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í dag 7. janúar 2005 var húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga formlega vígt og tekið í notkun við hátíðlega athöfn í skólanum. Það er Jeratún ehf., í eigu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, Stykkishólmsbæjar, Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar, sem byggir húsið og leigir það síðan undir starfsemi Fjölbrautaskólans.