Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn verður að venju haldinn hátíðlegur í Grundarfirði um helgina. Björgunarsveitin Klakkur sér um dagskrá helgarinnar og verður ýmislegt um að vera; koddaslagur, fótbolti o.fl. Skipaflotinn er kominn í höfn og hafa merkisfánar verið settir upp. Skipin við Stóru-bryggju í veðurblíðunni í dag   Grundarfjarðarbær sendir sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra bestu heillaóskir á sjómannadaginn!

Nýtt skip í flota Grundfirðinga

Hannes Andrésson SH 747 Nýtt skip í flota Grundfirðinga var að leggja í höfn. Skipið heitir Hannes Andrésson SH 747 og er í eigu Reykofnsins í Grundarfirði ehf. Skipið verður gert út til veiða á sæbjúgum og verða þrír í áhöfn. Áætlað er að byrja strax eftir sjómannadag. Grundarfjarðarbær óskar áhöfn og eigendum skipsins innilega til hamingju.

Borun við Berserkseyri hætt

Í gær, þann 2. júní, var tekin sú ákvörðun að hætta borun vinnsluholu fyrir hitaveitu við Berserkseyri. Ennþá eru járnstykki eftir í borholunni, m.a. “fiskarinn” sem notaður var til að ná brotnum stöngum upp, og borkrónan sjálf. Bormenn telja ekki útilokað að hægt verði að ná þessu upp síðar og jafnvel að bora holuna dýpra þá en þeir geta ekki gefið verkefninu lengri tíma að svo stöddu þar sem verkið hefur dregist á langinn og mörg verk farin að bíða. Holan er rúmlega 550 m djúp og er rennslið úr henni 20-25 l/s sem talið er nægjanlegt til virkjunar fyrir Grundarfjörð.  

Útskrift frá Leikskólanum Sólvöllum

Útskriftarnemendur á leið í skrúðgöngu í veðurblíðunni í gær.Í gær, Þriðjudaginn 31. maí, var útskrift í Leikskólanum Sólvöllum. Í ár voru útskrifaðir 13. nemendur. Athöfnin fór fram í samkomuhúsinu þar sem útskriftanemendur mættur ásamt foreldrum sínum og öðrum ættingjum. Þau settu upp hatta sem þau höfðu búið til, foreldrafélagið gaf þeim rós og þeim var afhent ferlimappa. Eftir athöfnina í samkomuhúsinu var farið í skrúðgöngu út í Kaffi 59 þar sem krakkanna beið pizzuveisla.

Skólaslit

Skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar og Tónlistarskóla Grundarfjarðar verða í íþróttahúsinu fimmtudaginn 2. júní nk. kl. 18:00. Opið hús verður í skólanum frá kl. 16:00 þar sem verk nemenda verða til sýnis og foreldrafélagið verður með kaffisölu. Sýningin og kaffisalan verður opin fram að skólaslitum og aftur eftir þau.   Foreldrar og aðrir velunnarar skólans velkomnir!Skólastjóri