Vinnuskóli að verki

Vinnuskóli bæjarins tók til starfa í liðinni viku. Krakkarnir vinna að margvíslegum umhverfisverkefnum, en skipt er í tvo hópa, tvö þriggja vikna tímabil.   Tryggvi Hafsteinsson leiðbeinir ungum vinnumanni

Tveir nýir bátar í flotann

Í gær kom í fyrsta skipti til heimahafnar báturinn Jakob Einar SH 101. Báturinn er í eigu Sigurjóns Fannars Jakobssonar. Fyrr í sumar bættist báturinn Sproti SH 51 einnig í flotann. Hann er í eigu Freys Jónssonar. Jakob Einar og Sproti eru báðir gerðir út á kuðungsveiðar. Aflinn er verkaður hjá Sægarpi ehf. hér í Grundarfirði. Grundarfjarðarbær óskar eigendum og áhöfn bátanna innilega til hamingju!   Jakob Einar SH 101   Sproti SH 51

Líf og fjör.

Líf og fjör var í íþróttalífinu í gær. 5. fl ka spilaði við Skallagrím hér í Grundarfirði. Lið Skallagríms vann leikinn 6-1. Mark UMFG skoraði Randver. Strákarnir í UMFG áttu ágætis leik en hitt liðið var einfaldlega sterkara. 5.fl kv spilaði við B lið Skallagríms stelpurnar voru bara 7 þannig að þær fengi smá aðstoð í seinni hálfleik frá þeim Sigurbirni og Aroni. Leiknum lauk með sigri Skallagríms 4-3. Það voru þær Alexandra (með 2 mörk ) og Erna Katrín sem skoruðu mörk UMFG.  

Hesteigendafélag Grundarfjarðar 30 ára

Hesteigendafélag Grundarfjarðar var 30 ára í gær, þann 22. júní. Félagið var formlega stofnað 22. júní 1975. Í tilefni dagsins héldu félagsmenn veislu í Fákaseli í gærkvöldi. Tryggvi Gunnarsson var fyrsti formaður félagsins og rifjaði hann upp stofnun félagsins og aðdragandann að stofnun þess. Í gær voru jafnframt 4 ár frá vígslu félagsheimilisins Fákasels.

Nýjung á vef Grundarfjarðar

Nýlega var samið við Vísindavefinn um að birta spurningar á vef Grundarfjarðarbæjar. Þegar smellt er á spurningarnar opnast nýr vefgluggi með svarinu á Vísindavefnum.   Með þessari nýjung er ætlunin að auka enn á fjölbreytni upplýsinga sem finna má á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, bæði til gagns og gamans.  

Jónsmessuganga á Klakk

HSH stendur fyrir fjölskyldugöngu á Klakkinn í Eyrarsveit í kvöld, fimmtudag 23. júní, kl. 22:00. Gengið verður frá Bárarfossi. Þessi ganga er hluti af verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og nefnist ,,Fjölskyldan á fjallið’’. Göngustjóri verður Hallur Pálsson bóndi á Naustum í Eyrarsveit.  

Tilkynning frá Vatnsveitu Grundarfjarðar

Vegna vinnu við brunahana verður vatnslaust í Sæbóli frá kl. 20:00 - 22:00 í kvöld.   Verkstjóri 

Tveir leikskólakennarar í Leikskólanum Sólvöllum útskrifast

Laugardaginn 11. júní sl. útskrifuðust þær Anna Rafnsdóttir og Inga Rut Ólafsdóttir með B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands. Þær eru báðar leikskólakennarar í Leikskólanum Sólvöllum.   Inga Rut og Anna Rafnsdóttir að útskrift lokinni

Fréttir af leikjum helgarinnar

Það byrjaði ekki vel tímabilið hjá 3. fl kv, þær mættu liði Keflavíkur á laugardaginn og töpuðu 1-11. Það var eins og helmingurinn af lið UMFG væri bara ekki á staðnum og því fór sem fór. Stelpurnar og þjálfari eru þó ákveðin í því að gleyma þessum leik og mæta ákveðin til leiks á móti GVR á miðvikudag.  

Tilboð opnuð í „hverfisvæna leið“ um Grundargötu

Í dag, 21. júní, voru tilboð í „hverfisvæna leið“ opnuð hjá Vegagerðinni. Eitt tilboð barst í verkið frá Dodds ehf. Tilboðið hljóðaði upp á 20,9 milljónir. Kostnaðaráætlun hönnuða var 21 milljón. Ekki er búið að taka afstöðu til tilboðsins.