Jólatónleikar Jöklakórsins

Munið eftir jólatónleikum Jöklakórsins sem verða haldnir í kvöld, 5. desember, í Grundarfjarðarkirkju kl. 20.30

Jólastemming Norska hússins Stykkishólmi

Í Norska húsinu er jólastemmingin allsráðandi og húsið hefur verið skreytt með jólaskrauti sem tengist liðnum jólum og er sannkallað ævintýri fyrir börn á öllum aldri.   Í Krambúð safnsins er jólakrambúðarstemming og boðið er upp á heitan epladrykk og piparkökur. Og væna flís af feitum sauð má hugsanlega nálgast í eldhúsinu.   Heimsókn í Norska húsið á aðventunni er ógleymanleg upplifun.   Norska húsið er opið alla aðventuna þriðjudaga til sunnudaga kl.  14.00-18.00 og auk þess á fimmtudagskvöldum kl. 20.00-22.00  

Kærleikskúlan 2006 í Norska húsinu í Stykkishólmi

Kærleikskúlan 2006 er komin út og verður fáanleg í Norska húsinu 5. – 19. desember nk. Norska húsið tók Kærleikskúluna til sölu fyrir jólin í fyrra og mun leggja Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra lið með sama hætti í ár.