Grein um trjárækt og heppilegar trjátegundir fyrir Grundarfjörð

 Þó að ekki sé vorlegt um að lítast þessa dagana er stutt til vorsins og garðverkanna.  Hér er stutt grein eftir Sunnu Njálsdóttur um trjárækt og heppilegar tegundir trjáa fyrir byggðina í Grundarfirði.  Greinin veitir gagnlegar leiðbeiningar um hvaða tegundir eru þolnar á það veðurfar sem hér er ríkjandi og getur forðað frá mistökum í því efni

Aðalfundir Ferðamálasamtaka Vesturlands

 Aðalfundir Ferðamálasamtaka Vesturlands og Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands, UKV verða haldnir í Safnaskálanum á Safnasvæðinu Görðum á Akranesi föstudaginn 30. mars 2007Dagskrá:Kl. 14.00  Aðalfundur UKV, venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Kl. 15.00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands,  venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Ferðamálasamtök Vesturlandsfagna 25 ára afmæli í ár og verða kaffiveitingar í boði.Gestir fundanna og kynningar verða auglýstar nánar síðar.Ferðaþjónustuaðilarogaðrir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta og taka þátt í störfum um ferðamál. Stjórnir FSVL og UKV. www.west.is  

Málþing um málefni innflytjenda á Vesturlandi

  Þann 21.mars næstkomandi verður haldið málþing um málefni innflytjenda á Vesturlandi.   Málþingið verður haldið í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík og mun hefjast kl. 10:00 og áætlað er að því ljúki kl. 14:00   Leitast verður við að svara spurningunni: Hvernig hafa sveitarfélög, atvinnurekendur og íbúar á Vesturlandi tekið á móti innflytjendum ?   Markmiðið með málþinginu er m.a. að varpa ljósi á eftirfarandi spurningar:   §        Höfum við tekið vel á móti innflytjendum hér á Vesturlandi? §        Hvaða upplýsingar eru í boði fyrir innflytjendur? §        Hvaða upplýsingar vantar? §        Hver er stefna stjórnvalda varðandi innflytjendur? §        Hver er upplifun innflytjenda þegar þeir flytja á Vesturland? §        Hver eru kjara- og atvinnuréttindi innflytjenda?   Hér má sjá dagskrá fundarins Fjölmargir áhugaverðir fyrirlesarar.   Hvetjum alla til að taka þennan dag frá, enda koma málefni innflytjenda okkur öllum við.   Skráning fer fram í síma 437 1318 eða á netfangið kristin@ssv.is

Tillögur um nafn á nýju bryggjuna í Grundarfjarðarhöfn.

  Alls bárust 83 tillögur frá 27 einstaklingum.  Flestar tilnefningar fékk nafnið  Miðgarður eða 7 samtals.  Fjórar tilnefningar voru um nöfnin Nesbryggja og Eyrbryggja.  Þrjár tillögur komu að nöfnunum Nýjabryggja og Litlabryggja. Tillögur sem komu tvisvar sinnum fram voru; Kvíabryggja, Suðurbryggja, Soffabryggja, Naustabryggja, Bæjarbryggja og Grundarbryggja.  Önnur nöfn fengu eina tilnefningu hvert og eru eftirtaldin:  

Kammerkór Vesturlands í Stykkishólmi

Kammerkór Vesturlands heldur tónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 18. mars. Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá þar sem bæði íslensk kórtónlist og þýsk kirkjutónlist koma við sögu.    

Dagur umhverfisins 25. apríl - umhverfisátak í Grundarfirði

Þrátt fyrir umhleypingasamt veður þessa dagana og á köflum vetrarhörkur og snjó, er undirbúningur að vorverkunum hafinn af fullum krafti.  Fyrsta átakið í vor verður tengt "Degi umhverfisins" sem haldinn er um land allt 25. apríl á hverju ári.  Stefnt er að því að hafa umhverfisviku dagana 23. - 28. apríl. n.k.   Þessa daga verða allir hvattir til þess að taka rækilega til hendi og losa sig við allt dót og drasl sem stendur utandyra og hefur lokið hlutverki sínu en einhvernveginn dagað uppi þar sem það á ekki heima.  Sérstaklega verða eigendur ónýtra bíla og tækja hvattir til þess að gera gangskör að hreinsun frá sér.  Stefnt er að kynningum á umhirðu gróðurs og fleiru tengt umhverfismálum.  Þetta verður allt saman kynnt rækilega þegar nær dregur en aldrei er of snemmt að byrja og koma frá sér öllu sem henda má.  Gámastöðin er opin alla virka daga frá kl. 16.30 - 18.00 og á laugardögum frá kl. 10.00 - 12.00

Kallað eftir umsóknum um styrki úr Umhverfissjóði Snæfellsness

Umhverfissjóður Snæfellsness mun úthluta styrkjum úr sjóðnum á degi umhverfisins þann 25. apríl 2007. Markmið Umhverfissjóðsins er að styrkja ýmis verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum sem byggð eru á grunni sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi.   Í ár mun sjóðurinn úthluta þremur styrkjum samtals að fjárhæð kr. 500.000. Umsóknir um styrki þurfa að berast fyrir 31. mars til Stefáns Gíslasonar formanns sjóðsins á stefan@umis.is sem einnig veitir nánari upplýsingar.   Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða.   Stjórn Umhverfissjóðs Snæfellsness

Hitaveita í Grundarfirði

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur frá því í gær varð ekki nægilega góður árangur af borun eftir heitu vatni á Berserkseyri.  Þetta eru að sjálfsögðu allmikil vonbrigði, en ekki neinn endir á málinu.  Vísindamenn og stórnendur Orkuveitu Reykjavíkur munu nú leggjast yfir þau gögn og upplýsingar sem fram komu við borunina og meta hvaða skref er rétt að stíga næst.  Einnig mun verða efnt til funda með fulltrúum bæjarstjórnarinnar og stjórnenda Orkuveitunnar til þess að meta og ákvarða um framhaldið.  Þetta mun væntanlega seinka því að hitaveita komist í hús í Grundarfirði, en engin ástæða er ennþá til annars en að vænta þess að það muni gerast.

Minni árangur en vænst var á Berserkseyri

Jarðborinn Sleipnir lauk við borun 1.500 metra djúprar skáholu á Berserkseyri nú um helgina, 10.-11. mars 2007. Árangur er minni en vænst var. Í ljós kom að sprungan, sem leiðir yfir 80°C heitt vatn til yfirborðs, hallar talsvert meira en reiknað var með. Þær æðar sem fundust í holunni liggja því of grunnt í jarðlögunum til að hægt sé að útiloka samgang þeirra við kaldan sjó í langtímavinnslu. Að auki eru æðarnar vatnsminni en í eldri holum. Farið verður yfir rannsóknargögn úr boruninni áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref.

Svar við spurningu vikunnar

Rétt svar við spurningu vikunnar er að kvenfélagið Gleym mér ei var stofnað þann 10. júlí 1932. Þess má geta að í Byggðasögunni er sagt að kvenfélagið hafi verið stofnað 10. júní 1932 en það er ekki rétt. Ungmennafélagið var stofnað þennan dag árið 1933 og virðist dagsetningunum hafa verið ruglað saman. 134 tóku þátt að þessu sinni og 59 eða 44% svöruðu rétt.