,,Grundarpol”, vinafélag Grundarfjarðar í Paimpol

 Nú eru staddir Í Grundarfirði fulltrúar frá ,,Grundarpol”, vinafélagi Grundarfjarðar. Þessir góðu gestir dvelja á nokkrum heimilum hér í Grundarfirði og kunnum við þeim aðilum bestu þakkir. Í gærkveldi var fundur á Krákunni þar sem farið var yfir atriði sem gætu enn frekar styrkt tengsl Grundarfjarðar og Paimpol. Nokkrar hugmyndir komu fram á fundinum sem vonandi munu renna frekari stoðum undir tengsl Grundarfjarðar og Paimpol í framtíðinni.

Söfnum fyrir Gambíu á Vesturlandi

Helgina 2. og 3.mars gangast Rauða kross deildir á Vesturlandi fyrir söfnun í gám sem sendur verður til vinadeildar svæðisins í Gambíu á næstu vikum. Deildirnar hafa verið í vinadeildarsamstarfi við deildina Western Division í Gambíu í meira en 10 ár og hafa stutt þar við ýmis verkefni sem nýst hafa fátækustu íbúum svæðisins.

Bikarleikur í blaki

Í kvöld mætast sameiginlegt lið UMFG og Reynis Hellissandi á móti Þrótt Reykjavík í bikarkeppninni í blaki kvenna. Leikurinn verður haldinn í íþróttahúsinu í kvöld kl. 21:00  

Frumkvöðull Vesturlands 2006

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi leita eftir tilnefningum á einstaklingum sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið; "Frumkvöðull Vesturlands 2006".  

Móttaka ónýtra rafhlaðna

    Í rafhlöðum eru spilliefni sem eru hættuleg bæði heilsu okkar og náttúrunni komist þau í snertingu við umhverfið. Það er því mikilvægt að engar rafhlöður endi í heimilissorpinu heldur sé komið til úrvinnslu til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða rafhlöðunum, og þar með lágmarka umhverfis- og heilsuspjöll af völdum rafhlaðna.

Borvaktin 1. mars

  Fimmtudagur 1. mars 2007 Borun gengur vel. Dýpi í morgun kl. 7:15 var 1133 m. Skoltap kl. 6 var 7,3 l/s.   Miðvikudagur 28. febrúar Borun hófst á ný kl. 5:30 í morgun í 992 m. Skoltap kl. 6 mældist 6,4 l/s. Borað er með mótor en ekkert MWD-tæki er í strengnum. Dýpi kl. 10 var 1024 m og skoltap 10 l/s. Hitamæling gærdagsins er birt í dagskýrslu en þar er einnig að finna niðurstöður gýrómælinga.   Þriðjudagskvöld 27. febrúar 2007 Upptekt og hitamælingu lokið. Hitamælingin birtist hér. Æðin í 465 m er mjög geinileg í mælingunni en litla æðin í 425 m sést ekki.  Sjá má æð í 768 m en hún er ekki eins afgerandi og 465 m æðin.  Mikil hallabreyting verður á ferlinum í 890 m og önnur minni í 950 m. Hiti í botni var 62°C.