Hreinsum og tökum til fyrir hvítasunnuhelgina

Bjartasti tími ársins er genginn í garð og við viljum hafa snyrtilega og fallega byggð í Grundarfirði sem er okkur öllum til sóma.   Dagana 21. - 25. maí verður hreinsunarátak í Grundarfirði.  Allir umráðamenn fasteigna og mannvirkja eru eindregið hvattir til þess að fjarlægja alla hluti sem hætt er að nota og eru ónýtir.  Starfsmenn áhaldahúss munu fara um bæinn og hirða rusl í sorppokum eða snyrtilega umbúið sem staðsett verður við lóðamörk.   Jarðvegsgámur hefur verið staðsettur á Gilóseyrum fyrir ofan íþróttavöllinn.  Þangað er hægt að fara með og losa gróðurúrganginn úr garðinum.  Aðgengi að gáminum er auðvelt og hægt er að sturta beint úr kerrum í hann.  Gámurinn er eingöngu ætlaður fyrir gróðurúrgang, vinsamlegast setjið ekki plastpoka eða annað óskylt efni í hann.

Vísa-bikarinn 3.fl kvenna

VÍSA bikarleiknum á móti ÍA sem átti að vera 24. mai hefur verið frestað og hann færður á annan í hvítasunnu 28. mai á Grundarfjarðarvelli kl 16:00. Breytingin er vegna breytingar á skólaferðalagi hjá Skagamönnum.    

5.fl kv og 6. fl ka skipta um þjálfara

  Ingibjörg Sumarliðadóttir þjálfari 5. fl kv þarf að láta af störfum sem umsjónarþjálfari 5. fl kvenna og við starfi hennar tekur Arnar Guðlaugsson. Arnar hættir sem umsjónarþjálfari 6.fl ka og Ejub tekur við þjálfun hans.  Formaður tenglaráðs í 5.fl kvenna verður því Elínrós Jónsdóttir ( mamma Maríu)  

5.fl kv samæfing og breyting á leik

  Það verður samæfing hjá 5. fl kv í Grundarfirði á annan í hvítasunnu 28. mai kl 19:00. Það verður önnur samæfing 29. mai, það verður tilkynnt á fyrri samæfingunni hvar og klukkan hvað  hún verður. ATHUGIÐ breytingu á leik sem vera átti 31. mai er FLÝTT til 30. mai. Leikirnir verða sem hér segir: 5. fl kv A-lið   Snæfellsnes - ÍA á Ólafsvíkurvelli kl 17:00 5. fl kv B-lið   Snæfellsnes - ÍA á Ólafsvíkurvelli kl 17:50 

Þróunarverkefni í leikskólanum

Í Leikskólanum er unnið að þróunarverkefninu ,,Ég og leikskólinn minn" ferlimöppur til   að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis. Þetta verkefni hefur verið í gangi með árgangi 2002 og lýkur þegar sá árgangur hættir í leikskólanum 2008 og hefur þá vonandi fests í sessi. Sótt var um styrk  í þróunarsjóð leikskóla fyrir þetta verkefni þegar við byrjuðum með það 2004 og fengum við krónur 250 000 fyrir skólaárið 2004 -2005. Við sóttum aftur um 2006 og fengum úthlutað fyrir skólaárið 2006 -2007 krónur 350 000. allt er þegar þrennt er og var ákveðið að sækja um í þróunarsjóð einu sinni enn fyrir síðasta árið með verkefnið og fengum við úthlutað fyrir skólaárið 2007 - 2008 krónur 300.000. Hægt er að lesa um http://leikskoli.grundarfjordur.is/upplysingar.htm  

Bikarævintýrið heldur áfram

Eftir að hafa slegið lið Höfrungs frá Þingeyri út úr forkeppni Visabikarsins þá mætti lið Grundarfjarðar 3ju deildarliði Snæfells úr Stykkishólmi á Grundafjarðarvelli þann 17. maí síðastliðinn.   Nokkrar breytingar þurfti að gera á byrjunarliði Grundarfjarðar sökum meisla, veikinda og utanlandsferða leikmanna svo fátt eitt sé nefnt.  Liðið sem hóf leikinn var þannig skipað:  Davíð Hansson Wíum var markvörður og vaktina í vörninni stóðu þeir Jón Frímann Eiríksson, Kristinn Óli Hallsson, Aðalsteinn Jósepsson og Olgeir Pétursson.  Á miðjunni léku Haukur Tómasson, Daníel Freyr Gunnarsson, Hafliði G. Guðlaugsson og Karvel Steindór Pálmason en frammi voru Davíð Stefánsson og Valur Tómasson.  Á bekknum voru Tómas Freyr Kristjánsson, Haraldur Hallsteinsson, Baldur Már Vilhjálmsson, Bjartmar Pálmason og Rúnar Geirmundsson en um liðstjórn sá Arnar Guðlaugsson.

Skólaslit og vortónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar 2007.

Síðast liðinn miðvikudag, þann 16.maí, voru skólaslit og vortónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar haldnir í sal fjölbrautaskólans. U.þ.b. 160 gestir heiðruðu nemendur tónlistarskólans með nærveru sinni. Undirritaður þakkar fyrir frábæran stuðning og áhuga á því starfi sem fram fer í skólanum. Myndir   Skólastjóri                                                                                                                     Þ.G.  

Foreldrafundur og áheitahlaup

Það hefur verið ákveðið að halda foreldrafundi  til að kynna samstarfið  og starfið í sumar betur. Að auki verður nýr keppnisbúningur Snæfellsness sýndur.   Fundurinn er í kvöld mánudaginn 21. mai sem hér segir: Í Grundarfirði  í Samkomuhúsinu kl 19:30   Allir meðlimir fótboltaráðs HSH mæta á alla fundina auk þeirra þjálfara sem búa á hverjum stað.  Einnig hefur verið ákveðið að krakkarnir hlaupi áheitahlaup föstudaginn 25. mai. Það fyrirkomulag verður kynnt á foreldrafundunum.   Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um það hversu mikilvægt það er fyrir alla aðila að foreldrar sýni starfi barna sinna áhuga, því gerum við ráð fyrir mjög góðri fundarsókn. 

Skólanum er að ljúka. Nú þarf að skila bókum!

Skólinn er að verða búinn og tilvalið að skila öllum bókum og geisladiskum sem bera merki bókasafnsins eða grunnskólans. FSN nemar munið að skila bókum.Skila má hvort sem er í grunnskólann eða á bókasafnið. Munið bótaskyldu fyrir glataðar eða skemmdar bækur.    Hægt er að skila bókum í kassa sem er í fordyri Smiðjunnar en það er opið fyrri partinn flesta daga.     Fylgist með breyttum opnunartíma bókasafnsins og kynnið ykkur þjónustuna.

Grundarfjörður sigraði Snæfell 4-3 í bikarnum

Grundarfjörður sigraði Snæfell 4 – 3 á Grundagjarðarvelli í gær og eru því komnir áfram í 2. umferð í VISA – bikarkeppninni.  Næsti leikur verður á Varmárvelli þann 31. maí n.k. þar sem þeir mæta Aftureldingu sem leikur í 2. deild.