Auglýsing um kjörfund í Grundarfirði vegna kosninga til Alþingis 12. maí 2007

Sbr. ákvæði 2. málsliðar 68. gr. laga nr. 24/2000 m. s. br.   Alþingiskosningar verða laugardaginn 12. maí 2007 skv. ákvæðum laga nr. 24/2000 með síðari breytingum.   Kjörfundur í Grundarfirði hefst kl. 10.00 og honum lýkur kl. 22.00 laugardaginn 12. maí 2007.   Kosið verður í einni kjördeild í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Framvísa ber persónuskilríkjum á kjörstað ef kjörstjórn fer fram á það.   Kjörstjórn Grundarfjarðar.  

Fyrsta skipið leggst að Miðgarði í Grundarfjarðarhöfn

  Fyrsta skipið sem lagðist að nýju bryggjunni í Grundarfjarðarhöfn var Haukabergið SH 20.  Haukabergið lagðist að bryggjunni á hátíðar- og baráttudegi verkalýðsins 1. maí sl.  Þetta var merkilegur áfangi í sögu hafnarinnar og afar gleðilegur.  Bryggjan er þó ekki fullbúin ennþá.  Ennþá vantar steypta þekju, lagnir og fleira smálegt áður en unnt verður að vígja hana formlega.  Áhöfn Haukabergsins og Grundarfjarðarhöfn er óskað til hamingju með áfangann.

Spurning vikunnar.

Rétt svar við spurningu vikunnar er "þögnin". 129 manns spreyttu sig á spurningunni og voru 94 eða 72,9% með rétt svar.