Áheitahlaupið

                                      Krakkar sem æfa með Snæfellsnes í 3-7 flokki kvenna og 3-7 flokk karla í knattspyrnu fóru í áheitahlaup frá knattspyrnuvellinum í Stykkishólmi til knattspyrnuvallarins í Ólafsvík föstudaginn 25. maí 2007. Tilefni þessa hlaups var sá að safna áheitum til að greiða niður mótagjöld og ferðakostnað krakkana í sumar ásamt því að greiða annan kostnað vegna samstarfssins. Vegalengdin er 65 kílómetrar. Hlaupið hófst í Stykkishólmi kl. 13:00 og því lauk í Ólafsvík kl. 19:00 með grillveislu. Á annað hundrað hlauparar tóku þátt og gekk hlaupið mjög vel og vill knattspyrnuráð HSH koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hétu á krakkana og aðstoðuðu við hlaupið á einn eða annan hátt.

Skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar vorið 2007

Fimmtudaginn 31. maí n.k. verður Grunnskóla Grundarfjarðar slitið eftir skólaárið 2006 - 2007.  Athöfnin hefst með sýningu á vinnu nemenda kl. 16.00.  Skólaslitin sjálf hefjast kl. 17.00.

Samæfingar í dag.

Samæfing hjá 5.fl kv í dag kl 18:00 Samæfing  hjá 3.fl ka í dag kl 18:45   Fyrsta leik íslandsmótsins hjá Snæfellsnesi lauk með sigri okkar. Að var 2.fl ka sem byrjaði tímabilið fyrir okkur og sigruðu þeir lið BÍ/Bolungarvík 5-1. Næstu leikir hjá Snæfellsnesi eru á miðvikudag en þá mætir 5.fl kv, A og B lið, liði ÍA á Ólafsvíkurvelli.  

1. Deild. Mfl karla.

VíKINGUR –NJARÐVÍK    Í kvöld kl 20 fer fram fyrsti heimaleikur Víkings á Ólafsvíkurvelli og taka þeir þá á móti Njarðvík eru allir kvattir til að koma og hvetja okkar menn til sigurs. Þess má geta að sjö Grundfirðingar hafa  eru að æfa og spila með  liði Víkings . Allir á völlinn..

Áheitahlaup í dag!

Fótboltakrakkar og foreldrar á Snæfellsnesi ! Áheitahlaupið sem kynnt var á foreldrafundinum á þriðjudag fer fram í dag. Okkar krakkar mæta kl 14 upp í íþróttahús. Við hlaupum frá Bjarnarhöfn að Kvíabryggju. Krakkarnir mega að sjálfsögðu hlaupa áfram til Ólafsvíkur en þar verður grillveisla þegar komið er á íþróttavöllinn og er krökkunum síðan boðið á leik Víkings Ó og Njarðvíkur sem byrjar kl 20. Það vantar foreldra á bílum til að koma krökkunum á rétta staði og til að leifa þeim að hvíla þreytta hlaupafætur. Æskilegt er að hafa með sér hlý föt. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Eyþór í síma 893-5449.  

Fjölmenning og fólkið í bænum

 Sýning vegna þemadaga grunnskólans verður í íþróttahúsinu frá kl. 16:00-18:00 í dag, fimmtudag. Ýmislegt skemmtilegt er í boði s.s. Sýning á verkum nemenda Hverjir búa í Grundarfirði Löndin Stuttmynd Myndasýningar ýmiskonar Íþróttir þjóðarbrotanna Matur frá ýmsum löndum Tískusýning Hljómsveit Söngur og dans frá Suður – Afríku Margt margt fleira.   Endilega að mæta og sjá hvað nemendur hafa verið að gera síðustu daga!   Allir velkomnir!  

Tónleikar með Jóni Ólafssyni

Í kvöld, 24. maí kl. 20.30, verður Jón Ólafsson með tónleika í Grundarfjarðarkirkju. Miðaverð er 1500. Fjölmennum á frábæra tónleika.

Grunnskóli Grundarfjarðar og Leikskólinn Sólvellir

Nú er tækifæri að skoða listaverk hjá skólanemendum í Grundarfirði.   Dagana 21.-24. maí hafa nemendur við Grunnskóla Grundarfjarðar unnið þemaverkefni undir yfirskriftinni "Fólkið í bænum". Afrakstur af þessari vinnu verður haldinn í íþróttahúsinu fimmtudaginn 24. maí frá kl. 16:00 til 18:00.   Sýning á verkum leikskólanemenda verður í Leikskólanum Sólvöllum frá kl:17:00-18:30. Leikskólanemendur syngja fyrir gesti kl: 17:40. Foreldrafélagið verður með kaffisölu Kjörið tækifæri að skoða vinnu nemenda á leik-og grunnskólaaldri. Allir velkomnir   Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar og Leikskólans Sólvalla

Norska húsið í Stykkishólmi hefur sumarstarfsemi sína

Norska húsið í Stykkishólmi hefur sumarstarfsemi sína fimmtudaginn 24. maí 2007,  kl. 17.30 með því að Per Landrø og Vilde Høvik Røberg frá Norska sendiráðinu opna sýninguna “Af norskum rótum” Forsmíðuð katalóghús frá Strømmen Trævarefabrik 1884-1929 og norsk áhrif á íslenska byggingasögu.   Sýningin er opin daglega kl. 11.00-17.00 og stendur til 22. júlí 2007. 

Island.is

  Opnuð hefur verið ný heimasíða www.island.is .  Ísland.is er upplýsinga- og þjónustuveita fyrir almenning með heildstæðum upplýsingum um þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Þar verður hægt að finna hagnýtar upplýsingar um þá efnisflokka sem vefurinn nær til og fjölda tilvísana í efni og þjónustu sem finna má á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga.