Notum reykskynjara.

Slökkvilið Grundarfjarðar hefur sent frá sér bréf til þess að minna húseigendur á að huga að því hvort reykskynjarar séu í öllum híbýlum, athuga hvort skipta þurfi um rafhlöður og hvort þörf sé á að bæta við reykskynjurum. Hér má sjá bréfið frá slökkviliðinu.

Keppnisbúningar!

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að skoða vel í skápa og skúffur börnum sínum og athuga hvort þar gæti leynst keppnistreyja eða buxur frá UMFG. Það er alltaf eitthvað um það að krakkarnir taki búninginn óvart með sér heim. Ef þið finnið eitthvað hafið þá samband við Unni í síma 891-6007. Leitið vel! 

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar ferðaþjónustu.

 Auglýst er eftir umsóknum.   Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu á ofangreindum svæðum. Umsækjendur geta verið sveitarfélög, einstaklingar og fyrirtæki og er hámarksstyrkur til hvers verkefnis 8 milljónir kr. Verkefnin verði unnin á árunum 2008-2009 og verður styrkurinn greiddur í tvennu lagi, helmingur hvort ár. Seinni greiðslan er háð árangursmælingu í samræmi við ákvæði í umsókn, en hver umsækjandi gerir tillögu að árangursmælikvarða fyrir viðkomandi verkefni. Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna á sköpun nýrra starfa á svæðunum og hversu hratt störfin geta orðið til. Ekki er um að ræða styrki til menntunar eða rannsókna. Umsóknum skal skila á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem hægt er að nálgast hér á vefnum (sjá terngil hér fyrir neðan). Umsóknum skal skila til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða Ferðamálastofu, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík fyrir 5. febrúar 2008. Hér má nálgast umsóknareyðublöð.  

Brotajárnsöfnun í Grundarfirði

Byggingarfulltrúin í Grundarfirði hefur ákveðið að standa að söfnun og losun brotajárns. Það er eindregin ósk Byggingarfulltrúa Grundarfjarðar að fyrirtæki og einstaklingar í bænum taki virkan þátt í verkefninu.   Er hér með óskað eftir því að fyrirtæki og einstaklingar sendi inn til Byggingarfulltrúans í Grundarfirði upplýsingar um magn og hvar efnið er niðurkomið svo hægt sé að taka myndir og meta í tonnum og umfangi það sem flytja á.   Er vonast til að viðtökur verði góðar svo hægt sé að ná hagstæðum samningum. Frestur til að senda inn upplýsingar er til 27 janúar.  

Bæjarstjórnarfundur

88. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn fimmtudaginn 10. janúar 2008 kl. 16.15 í samkomuhúsinu og er öllum opin. Sjá dagskrá og fundarboð með því að smella hér.

Blak kvenna

Fyrst tíminn í byrjenda blaki kvenna er í kvöld kl 19:20.  

Landaður afli í Grundarfirði í desember 2007

Hér getur þú séð landaðan afla í Grundarfirði  

Óveður og hversdagshetjur

Svolítið hlé virðist ætla að verða í nokkra daga á hvassviðri og sunnan stórviðrum.  Þá er hollt að minnast þess, að ákveðinn hópur fólks stendur vaktina dag og nótt við aðstæður sem skapast geta í illviðrum  og bregst við til bjargar ef illa horfir.  Einkum er um að ræða starfsmenn Þjónustumiðstöðvar, björgunarsveitarfólk og slökkviliðið.  Það má einnig nefna alla þá sem ganga vel frá öllu við hýbýli sín og lóðir og stuðla með því að auknu öryggi allra.  Hafið öll kæra þökk fyrir ykkar störf.

Blak kvenna – byrjendur

Blakráð hefur ákveðið að bjóða upp á æfingar fyrir konur sem vilja byrja að æfa blak. Til að byrja með verður einn tími í viku á þriðjudögum kl 19:20. Þjálfari verður Anna María Reynisdóttir. Mikil gróska hefur verið undanfarin ár í blaki og er þetta frábært tækifæri fyrir þá sem vilja vera með.  

Breytingar hjá fótboltaþjálfurum.

Tryggvi Hafsteinsson hefur tekið sér frá frá þjálfun fram til páska. Til að leysa þjálfaramálin þangað til höfum við fengið Berglind Ósk Kristmundsdóttir til að sjá um  2.fl kv og Arnar Guðlaugsson tekur við þjálfun 5. og 3. fl ka. Einnig mun Heimir Þór Ásgeirsson koma inn sem afleysingarþjálfari ef þarf. Tryggvi tekur aftur við þessum flokkum strax eftir páska. Æfingatímarnir haldast óbreyttir nema hjá 2. fl kv þar mun þriðjudagstíminn færast aftur til kl 18:30. Við viljum einnig minna á að knattspyrnustarfið á Snæfellsnesi er að fara á fullt og hvetjum við alla til að fylgjast með heimasíðunni www.snaefell.is þar munu allar upplýsingar verða settar inn.