Vetrarstarfið á bókasafninu

Vetrarstarfið hófst 18. ágúst og er safnið opnað kl. 15 alla virka daga. Á Bókasafni Grundarfjarðar er námsmönnum boðið upp á leiðsögn í notkun bókasafna og Gegnis sem er samskrá íslenskra bókasafna. Lesið meira um það og berjatínslu, kartöflur og sveppi á vefsíðunni.  Munið nýja slagorðið, “bókasöfnin – heilsulind hugans”  

222 ára afmæli Grundarfjarðar

    Þann 18. ágúst 1786, fyrir 222 árum síðan, gaf Danakonungur út tilskipun um að sex verslunarstöðum væri veitt kaupstaðarréttindi. Kaupstaðirnir voru Grundarfjörður, Reykjavík, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Kaupstaðirnir sex áttu að verðamiðstöðvar verslunar, útgerðar og iðnaðar hver í sínum landshluta. Auk þess áttu þeir að vera aðsetur ýmissa opinberra embættismanna og stofnana.

Unglingalandsmót UMFÍ

  11.unglingalandsmót UMFÍ var um verslunarmannahelgina og átti HSH þar stórann hóp keppenda. Krakkarnir stóðu sig með prýði og fóru mörg þeirra á verðlaunapall. Stærstu viðurkenningu mótsins fékk HSH en það var Fyrirmyndarbikarinn og er það þriðja árið í röð sem hann kemur til okkar. Var talað um það hve vel okkar krakkar stóðu sig innann vallar sem utan, umgjörð liðsins var til fyrirmyndar og skrúðgangan hreint frábær. Nú er það svo í okkar höndum að sýna það og sanna að HSH sé fyrirmyndar héraðssamband sem stendur vel saman.  

Evrópa unga fólksins.

Evrópa unga fólksins (EUF) veitir styrki til fjölbreyttra verkefna eins og t.d. í ungmennaskipti, frunkvöðlaverkefni, lýðræðisverkefni, sjálfboðaverkefni, þjálfun og samstarf. Næsti umsóknarfrestur til að skila inn umsóknum er 1. september 2008. Umsóknarfrestir eru fimm sinnum á ári og er einnig hægt að sækja um styrk í áætlunina 1. nóvember á þessu ári.  

Skemmtiferðaskip tvo daga í röð.

Nú í morgun kom MV Princess Danae í Grundarfjörð. Skipið er meðalstórt skip, um 16.531 tonn, og hefur verið nýtt sem skemmtiferðaskip síðan 1972. Hún ber 560 farþega og 240 í áhöfn.  Flestir farþeganna fóru í rútuferð í kringum jökul.            Í fyrramálið leggst MV Columbus að bryggju. Þetta skip er orðinn fastagestur hérna hjá okkur og margir heimamenn farnir að þekkja það í sjón. Þetta 14.903 tonna skip ber 410 farþega og í áhöfn eru 170.       Móttökuhópur Grundarfjarðarhafnar skipulagði sýningar báða dagana klukkan 11:00 í Sögumiðstöðinni. Þeir sem ekki hafa enn séð hvernig tekið er á móti gestum skemmtiferðaskipanna ættu að drífa sig því það eru aðeins tvær skipakomur eftir.  

Spurningin

Svar við spurningu vikunnar sem var á þá leið "hvaða ár var Lionsklúbbur Grundarfjarðar stofnaður", rétt svar er 1972. 62 tóku þátt og voru þar af 37 með rétt svar eða 59.7% 

Sorphirðubók 2008

Nú á Sorphirðubókin 2008 að vera komin inn á öll heimili, ef einhverjum vantar eintak þá er hægt að nálgast þau bæði á gámastöðinni eða bæjarskrifstofunni. 

Dósasöfnun UMFG.

  Krakkar úr UMFG gengu í hús þriðjudaginn 29 júlí og söfnuðu dósum fyrir félagið og var þeim allstaðar vel tekið.  Má segja að sjaldan hafi verið talið eins mikið af dósum á jafn stuttum tíma og meðan söfnunin stóð, en þetta tók um klukkutíma.  Þeir sem ekki voru heima og vilja losa sig við dósir geta haft samband við Unni Guðbjartsd í S:8916007. UMFG vill nota tækifærið og þakkar öllum sem tóku þátt í undirbúningi og sjálfboðavinnu á Góðri stund og síðan dósasöfnun.  Án allra sem lögðu hönd á plógin væri þetta ekki hægt.  

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2007/2008

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fyrir byggðarlagið: Tálknafjarðarhreppur   Jafnframt er endurauglýst fyrir byggðarlagið: Grundarfjarðarbær ( Grundarfjörður)   Áður innsendar umsóknir fyrir Grundarfjörð gilda áfram.   Um úthlutunarreglur í ofangreindum byggðalögum vísast til reglugerðar nr. 605, 24. júní 2008 auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 777/2008 í Stjórnartíðindum. Þessar reglur er einnig að finna á heimasíðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is  Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2008.   Fiskistofa, 6. ágúst 2008.  

Sex umsækjendur um Setbergsprestakall

Sex umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Setbergsprestakalli, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út þann 29. júlí og embættið veitist frá 1. september 2008.   Umsækjendur eru guðfræðingarnir Aðalsteinn Þorvaldsson, Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, Elína Hrund Kristjánsdóttir, Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sigurvin Jónsson og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir.   Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Snæfellsness - og Dalaprófastsdæmis.   Frétt á vef Kirkjustofu