Opinn fundur um minkaveiðiátak

Opinn fundur um minkaveiðiátak verður á Ráðhúsloftinu, Hafnargötu 3 í Stykkishólmi, þriðjudaginn 17. nóvember nk. kl. 13-15. Á fundinum verður farið yfir minkaveiðiátakið sem hefur staðið yfir á Snæfellsnesi og í Eyjafirði s.l. þrjú ár. Þar verður kynnt framvinda átaksins og hvernig það hefur gengið. Einnig verða umræður um átakið og hvað tekur við að því loknu.  Allir velkomnir.  

Pub Quiz í kvöld

Hið gríðar vinsæla Pub Quiz eða Kráarviska, heldur áfram í kvöld 10. nóv. á Kaffi 59. Spurningakeppnin hefst kl 21:00 og er þemað að þessu sinni almenn viska eða "common knowledge"   Þetta kostar aðeins 500 kr á mann og rennur allur aðgangseyrir óskiptur til Meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu. Endilega mætið, styðjið strákana og umfram allt, skemmtið ykkur vel.   Meistaraflokksráð.  

Blakleikur

Heimaleikur UMFG karla mánudaginn 9.11. kl. 20.30. UMFG - Afturelding í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Mætum öll og styðjum strákana til sigurs.

Norræna bókasafnavikan

Upplestur við kertaljós mánudaginn 9. nóv. kl. 17:30. Sjá meira á vefsíðu Norrænu bókasafnavikunnar. 

Eru allir með lögheimili sitt skráð á réttum stað ?

Fyrir 1. desember þurfa allir að vera með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu.  Þetta er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð.  Skorað er á þá sem eiga eftir að tilkynna um flutning og nýtt lögheimili að ljúka því sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðamót. 

Einhver bið á að sveitarfélagið Snæfellsnes verði til

Frétt á vef Skessuhorns 2. nóvember 2009: Bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúar fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi komu saman til fundar á Hellissandi síðastliðinn fimmtudag. Héraðsnefnd Snæfellinga boðaði til fundarins en tilefnið var ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðar frá því í byrjun september þar sem óskað var eftir viðræðum um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi. “Það kom berlega fram á þessum fundi að ekki er almennur vilji bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa til að skoða sameiningarmál að sinni. Það voru sérstaklega bæjarfulltrúar í Snæfellsbæ og Stykkishólmi sem höfðu lítinn áhuga,” segir Sigríður Finsen forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði. Hún segir að formleg ákvörðun bæjarstjórnanna liggi hins vegar ekki fyrir, en af umræðum á fundinum hafi mátt ráða að ekki verði farið í sameiningarviðræður að frumkvæði bæjarfulltrúa þessara sveitarfélaga.