Pub Quiz nr 6 í kvöld

Í kvöld heldur hið geysivinsæla pub quiz áfram og nú er þemað Ísland og Íslenskt. Við hvetjum alla til að mæta því þetta er svakalega gaman. Verð er aðeins kr. 500 á mann og rennur allur ágóði í starf Meistaraflokks Grundarfjarðar.   Allir að mæta á Kaffi 59 kl 21:00 í kvöld með góðaskapið og uppfull af kráarvisku.   Meistaraflokksráð. 

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Appollo 11 Afmælishátíð – þemadagur/þekkingarmaraþon í FSN Morfís – keppni Fimmtudagur 19.11.09 Dagskrá:  

Myndir af Rökkurdögum 2009

Nú er menningarhátíðinni Rökkurdögum lokið í Grundarfirði. Fyrir þá sem misstu af herlegheitunum má nálgast myndir hér.

FSN tekur þátt í fjarfundi með NASA

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur verið valinn til þátttöku í APPOLLO 11 afmælishátíð NASA í Bandaríkjunum, sem um þessar mundir heldur upp á að 40 ár eru liðin síðan maður setti fyrst fót á tunglið. FSN er einn af fimm alþjóðlegum framhaldsskólum sem taka þátt í undirbúningi hátíðarinnar, með fræðslu um geimvísindi, samkeppni um myndverk og göngukeppni. Fróðleikur um geimferðir og stjarnvísindi eru ofarlega á dagskrá í aðdraganda afmælisins og kynningarefni verður til reiðu í náms- og kennslukerfi skólans.

Ályktun bæjarstjórnar um mögulegan skatt á farþega skemmtiferðaskipa og tvöföldun vitagjalds á fundi 12. nóvember

„Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar tekur undir ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands frá 2. nóvember 2009, þar sem mótmælt er harðlega hugmyndum um upptöku skatts á farþega skemmtiferðaskipa og tvöföldun vitagjalds.  

Ályktun bæjarstjórnar á fundi 12. nóvember 2009 vegna umræðu um skatta og álögur

„Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af lausafregnum um álagningu nýrra skatta og verulegri hækkun eldri skatta.  Í fjölmiðlum berast nú daglega fregnir af  óútfærðum hugmyndum um hækkun skatta og upptöku nýrra.    Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hvetur til ábyrgrar og hófstilltrar umræðu um fjármál og skattakerfi ríkisins á vettvangi Alþings og ríkisstjórnar. Bæjarstjórnin hvetur til þess að við mótun tillagna um skatta og álögur verði þess gætt að ójöfnuður á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis aukist ekki.“ 

Dagur íslenskrar tungu

Leikskólinn Sólvellir í 30 ár á Sólvöllum 1, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni verða nemendur með skemmtun í leikskólanum klukkan 10:00. Einnig ætlum við að halda hátíðlegt að þann 15. nóvember eru liðin 30 ár frá því að leikskólinn flutti í húsnæðið að Sólvöllum 1 og verður afmælið í framhaldi af skemmtuninni. Foreldrar og aðrir gestir eru sérstaklega boðnir velkomnir. Allir í leikskólanum.  

Vísindavaka í Ólafsvík

W23 hópurinn stendur fyrir vísindavöku laugardaginn 13. nóvember í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Stendur dagskráin frá 13:00-15:30. Þarna mun W23 hópurinn kynna starfsemi sína og náttúrufarsrannsóknir á Snæfellsnesi. Þarna verður margt áhugavert í boði fyrir alla aldurshópa og upplagt fyrir fjölskylduna alla að skella sér.   Hér má finna dagskrá.  

Ljóð í náttúru

Föstudaginn 13. nóvember verður ljóðasýning í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hjá Vör.   Nánar hér.

111. bæjarstjórnafundur

111. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 12.nóvember 2009 kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.