Vinahúsið Grund

G –leði, R-eisn, U-mhyggja, N-ánd, D-ugur. Í húsi verkalýðsfélagsins, Borgarbraut 2.   Rauða kross deild Grundarfjarðar hefur ákveðið að feta í fótspor deildarinnar á Akranesi sem hefur starfrækt húsið HVER um nokkurt skeið. Aðalmarkmið húsins er að gefa þeim sem heima sitja stað til að hittast á, ég vil, get og skal verða leiðarljósin í starfinu. Samstarfsaðilar í þessu verkefni eru Verkalýðsfélagið og Grundarfjarðarbær.  

Stofnfundur Leikklúbbs Grundarfjarðar

Stofnfundur Leikklúbbs Grundarfjarðar verður í Sögumiðstöðinni í kvöld, þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir. 

Lumar þú á sparnaðarhugmynd eða góðri hugmynd til heilla fyrir sveitarfélagið okkar?

Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.  Þetta verkefni er, sökum aðstæðna í efnahagslífinu, vandasamara en oft hefur verið.  Skrifstofa Grundarfjarðarbæjar hvetur fólk til að senda inn hugmyndir, ábendingar og tillögur um sparnað og/eða um leiðir til þess að bæta starfsemi sveitarfélagsins.  Allar hugmyndir eru vel þegnar og verða ræddar í þessari vinnu. 

Auglýsing um skipulagsbreytingar í Grundarfjarðarbæ.

Samkvæmt 18 og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997  m.s.b. er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi og við tillögur að deiliskipulagi af þrem svæðum í Grundarfjarðarbæ.   Tillögurnar voru samþykktar á 110 fundi umhverfisnefndar þann 20. október 2009 og samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þann 12. nóvember 2009 að auglýsa eftir athugasemdum við  tillögurnar  sem bera heitið:    

Snæfellingar í sameiginlegu kennsluverkefni með Barðstrendingum

Frétt á vef Skessuhorns 20. nóvember 2009: Síðasta miðvikudag var skrifað undir í Vatnasafninu í Stykkishólmi nýjan samstarfssamning um kennsluverkefni milli þriggja sveitarfélaga og grunnskóla á Snæfellsnesi og tveggja í Vestur-Barðastandarsýslu. Þetta eru sveitarfélögin Stykkishólmur, Grundarfjörður, Snæfellsbær, Vesturbyggð og Tálknafjörður. Þau sameinast um verkefni sem kallast dreifmennt og njóta þar stuðnings menntamálaráðuneytis og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.  Að sögn Eyrúnar Sigþórsdóttur, oddvita Tálknafjarðarhrepps, hefur þetta verkefni verið við lýði milli nágrannasveitarfélaganna á Barðaströndinni síðustu árin og reynst vel. Nú er það fært yfir á Snæfellsnesið. Kennt er í gegnum fjarfundabúnað og tölvur til skólanna á svæðunum.

Grundfirðingar heppnir í bikardrættinum

Frétt á vef Skessuhorns 18. nóvember 2009: Í gær var dregið í riðla í Bikarkeppni Blaksambands Íslands, Bridgestone bikarinn. Grundarfjörður dróst í riðil með Þrótti R, Hrunamönnum og Hamri. Þróttur er eina liðið af þessum liðum sem leikur í efstu deild. Tveir riðlar eru í keppninni. Í hinum riðlinum eru KA, HK, Stjarnan og Þróttur Nes. Síðastnefnda liðið er eina liðið sem ekki leikur í efstu deild og er þetta því mun sterkari riðillinn. Segja má því að Grundfirðingar hafi verið heppnir í drættinum í gær. Fyrsta umferð Bridgestone bikarkeppninar fer fram í Fylkishöllinni 28. og 29. nóvember. Efsta liðið í hvorum riðli fer beint í undanúrslit.

Ræðukeppni grunnskólans

Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember var haldin hin árlega ræðukeppni skólans.   Innan hvers bekkjar á mið- og unglingastigi höfðu farið fram bekkjarkeppnir þar sem tveir hlutskörpustu úr hverjum bekk tóku síðan þátt í lokakeppninni. Ræðuefnið að þessu sinni var: Ég og lífið eftir 20 ár. Dómarar í keppninni voru Ragnheiður Kristjánsdóttir skólaliði og Sunna Njálsdóttir bókasafnsvörður.

Líkamsrækt í Grundarfirði

  Síðustu helgi var hátíðaropnun á nýrri líkamsræktarstöð hér í Grundarfirði. Hún ber heitið Líkamsræktin og er staðsett í kjallara íþróttahússins. Um 200 manns mættu á opnunina og nú þegar hafa rúmlega 40 manns skráð sig í þjálfun. Það eru hjónin Ásgeir Ragnarsson og Þórey Jónsdóttir sem eiga og reka Líkamsræktina, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í Grundarfirði. Grundfirðingar eru semsagt komnir með nýtt vopn í baráttunni við aukakílóin, baráttu sem nær yfirleitt hámarki á næstu tveimur mánuðum.

Dagur íslenskrar tungu í leikskólanum

  Haldið var upp á Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember í Leikskólanum Sólvöllum með skemmtun kl.10:00. Foreldrum og öðrum áhugasömum var boðið í heimsókn og var vel mætt. Nemendur fæddir 2004 fluttu vísuna 1 og 2, inn komu þeir, sem brúðuleikrit.  Árgangar 2006 og 2007 fluttu tvær krummavísur og nemendur í árgangi 2005 fluttu frumsamda sögu. Síðan sungu allir nemendur skólans nokkur lög og enduðu á að syngja afmælissöng fyrir Leikskólann Sólvelli en þann 15. nóvember voru liðin 30 ár frá því að skólinn flutti í húsnæðið að Sólvöllum 1. Þá var öllum boðið í kökuveislu og bleikt og blátt vatn. Nemendur, starfsfólk og gestir voru að vonum ánægðir með veisluna.  

Bókun um refaveiðar

Á 111. fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar fimmtudaginn 12. nóvember var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun. Í bréfi þessu var vakin athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir endurgreiðslu vegna refaveiða í fjárlagafrumvarpi 2010. Í tilefni að þessu bréfi var gerð eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Grundarfjarðar mun að öllu óbreyttu ekki standa fyrir skipulögðum refaveiðum á næsta ári og ekki verða greidd verðlaun fyrir veidd dýr.“