Vel heppnaður íbúafundur

Um 30 manns mættu á íbúafund á vegum Kvarna í samkomuhúsinu í gær. Hér er texti sem unnin var uppúr umræðum og hugmyndum á fundinum:    Nýtum betur auðlindir, aðstöðu og krafta fólks   Á þeim tímamótum sem við stöndum nú frammi fyrir skiptir miklu að vinna saman, vera útsjónarsöm og gera sem mest úr því sem við höfum.  Þetta voru meginskilaboð íbúafundar í Grundarfirði sem haldinn var síðastliðið þriðjudagskvöld, þar sem tæplega 30 manns tóku þátt. Rætt var um að íbúar megi ekki ætlast til þess að allt frumkvæði komi frá bæjarstjórn, heldur þurfi allir að taka virkan þátt í því skapa „hamingju í heimabyggð“.  Mikið var rætt um samfélagsmiðstöð af einhverjum toga, þar sem væri fjölbreytt aðstaða til tómstundastarfs, sköpunar og samveru fyrir alla aldurshópa, nægt rými og opið hús.  Til dæmis var nefnd fjölbreytt vinnuaðstaða, t.d. fyrir handverksfólk og jafnvel sala á handverki, námskeiðahald og fleira þess háttar.  Nýta ætti húsnæði sem til er nú þegar.     

Handverkshópurinn

Handverkshópurinn ætlar að hittast á næst komandi fimmtudag klukkan 19:30. í húsi bókasafnsins. Allir velkomnir.