Músíktilraunir 2009

Grundfirska hljómsveitin Flawless Error keppti til úrslita í músíktilraunum 2009 á laugardaginn 4. apríl.  En þeir komust ekki í úrslit þar, en glæsilegur árangur engu að síður. Bergur Einar Dagbjartsson var valinn efnilegasti trommuleikari músíktilrauna þetta árið og óskum við honum til hamingju með það.

Bókasafnið opið

Virka daga í Dymbilvikunni verður opið á bókasafninu eins og venjulega, kl. 15-18. Munið samverustund  fjölskyldunnar kl. 16:30-18:00 á miðvikudegi og fjarnemar í heimabyggð eiga frátekna stund eftir kl. 16:30 á þriðjudögum.    

Skírdagsmót í blaki

      Hið árlega skírdagsmót í blaki verður fimmtudaginn 9. apríl nk. kl. 11:00. Einstaklingsmót, skráning er hjá Önnu Maríu s: 869-6076 Þátttökugjad kr. 1.000 fyrir einstakling

Skátastarf í frí

Skátafundir falla niður á meðan börnin eru í páskafríi frá Grunnskólanum. Fundir fálkaskáta hefjast 14. apríl en drekaskáta 20. apríl. Kirkjuskólinn er í fullu fjöri í dymbilviku og eftir páska. Minni á helgihald í kirkjunni í dymbilviku og páskadagsmorgun. Sjá nánar í viðburðadagatalinu. Með bestu kveðjum, Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson 

Handverk til sýnis og sölu

Handverkshópurinn sýnir afurðir sýnar í Sögumiðstöðinni í dag frá 16:00 til 20:00. Einnig verður keppni í prjónaskap. Allir velkomnir.    

Blakið fellur niður á morgun 2 apríl

Blakæfingar falla niður á morgun 2 apríl vegna FSN æfinga.   Stjórn UMFG 

Páskabingó

Árlegt páskabingó UMFG verður í kvöld 1 apríl kl 19 í samkomuhúsinu og mun bingóspjaldið kosta 400 kr. Við hvetjum alla til að mæta og næla sér í eins og eitt páskaegg.   ATH Þetta er ekki aprílgabb.   Stjórn UMFG 

Frí í íþróttum um páskana

Það verða engar æfingar á vegum UMFG um páskana á meðan páskafrí Grunnskólans er, nema að þjálfarar taki annað fram.    Æfingar fullorðinna verða í samráði við forstöðumann.   Stjórn UMFG

Sögumiðstöðin setur upp stærstu fiskasýningu landsins

Af vef Skessuhorns:   "Við vildum fara nýjar leiðir í að kynna sérstöðu Snæfellsness sem tvímælalaust er sjórinn og sjávarafli. Hér í Sögumiðstöðinni er verið að einangra og innrétta stjórt herbergi þar sem broti úr borgarísjaka verður komið fyrir á miðju gólfi og nær hann upp í loft. Við fengum gefins kælivél sem mun halda lítilsháttar frosti í herberginu yfir ferðamannatímann og fram á næsta haust," sagði Ingi Hans Jónsson í Sögumiðstöðinni í samtali við Skessuhorn. 

Músíktilraunir 2009

Grundfirska hljómsveitin Flawless Error með þeim Sigþóri Fannari Grétarssyni, Ásbergi Ragnarssyni og Bergi Einari Dagbjartssyni komst í úrslit í músíktilraunum sl. mánudag. Glæsilegur árangur hjá þeim.