Bæjarstjórnarfundur

141. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 27. október nk. kl. 16:30. Fundurinn verður í Samkomuhúsinu.   Dagskrá fundarins:

Félagsvist á Rökkurdögum

Þriðjudaginn 25 október verður félagsvist í samkomuhúsinu. Er þetta ætlað öllum sem hafa áhuga. Vegna mistaka í Rökkurdaga bæklingnum er rétt að taka það fram að aðeins er spilað á einu spjaldi sem kostar kr. 600. Húsið opnar kl. 19.30 og verður þeim sem vilja sagt til um helstu leikreglu. Það geta því allir sem vilja, reyndir sem óreyndir komið og spilað. Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ  

Sköllótta söngkonan - síðasta sýning

Þriðja og síðasta sýning á leikritinu "Sköllótta söngkonan" verður í Samkomuhúsinu, sunnudaginn 23. október, kl. 20. Örfáir miðar eftir!   Uppselt hefur verið á fyrstu tvær sýningarnar! Miðapantantanir í síma 690 6559 eða leikklubbur@gmail.com.    

Skátar hreinsuðu fjörur

Síðastliðin laugardag hreinsuðu skátar fjörur Grundarfjarðarbæjar. Vikunni á undan gengu skátarnir í hús og söfnuðu áheitum fyrir fjöruhreinsuninni og voru viðbrögð bæjarbúa mjög góð.

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar 2012.

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2012. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2012 eru hvattir til að senda  tölvupóst á netfangið: sigurlaug@grundarfjordur.is  eigi síðar en mánudaginn 31. október 2011.   Skrifstofustjóri  

Sköllótta söngkonan.

  Leiksýningin Sköllótta söngkonan, leikstýrð af Kára Viðarssyni, verður sýnd næstu daga í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Hér má sjá auglýsingu á sýningum félagsins.  

Nesball eldri borgara

Hin álega sameiginlega skemmtun eldri borgara á Snæfellsnesi, NESBALLIÐ, verður að þessu sinni haldið í samkomuhúsinu í Grundarfirði laugardaginn 15. október n.k. og hefst kl 18;00 með móttöku og síðan matarveislu, skemmtiatriðum og dansi, sem hið kunna Þotuliðið sér um. Það er félag eldri borgara í Grundarfjrðarbæ sem sér um ballið að þessu sinni og er það fyrir 60 ára og eldri, en Kvenfélagið Gleym Mér Ei, Lionsklúbbur Grundarfjarðar og Rauðakrossdeild Grundarfjarðar sjá um matargerð og framreiðslu á honum. Þátttöku er hægt að bóka hjá Óla Jóni Ólasyni í síma 864 2419  

Fálkaskátar í Grundarfirði snyrta til við leikskólann Sólvelli.

    Fálkaskátar (10-12 ára) í Skátafélaginu Erninum - Æskulýðsfélagi Setbergssóknar í Grundarfirði vilja gera vel fyrir samfélag sitt. Fimmtudaginn 6. október nýttu þeir fundartímann sinn til að sópa, moka og gera fínt í kringum leikskólann Sólvelli og leiktæki barnanna því flest hafa þau taugar til gamla leikskólans síns.  

Fjórir grundfirskir skátar taka við Forsetamerkinu.

  Laugardaginn 1. okt. síðastliðinn voru fjórir grundfirskir skátar úr Skátafélaginu Örninn - Æskulýðsfélagi Setbergssóknar í stórum hóp skáta í Bessastaðakirkju að taka við Forsetamerki skátahreyfingarinnar úr hendi hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Forsetamerkið er eina viðurkenningin sem forsetinn afhendir reglulega fyrir utan Fálkaorðuna, og er það æðsta viðurkenningin sem rekkaskátar geta unnið að í skátastarfi sínu. Það voru grundfirðingarnir Alexandra Geraimova, Sigurún Ella Magnúsdóttir, Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir og Marta Magnúsdóttir sem voru sæmdar Forsetamerkinu fyrir framúrskarandi frammistöðu sína í skátastarfi í Grundarfirði.   

Opnunartími í Líkamsræktinni og í ljósum

Mánudaga til föstudaga er opið frá 8-11 - mánudaga og fimmtudaga 16:00-20:00 Þriðjudaga,miðvikudaga og föstudaga 16:00-18:30 laugardögum 10:00-12:00