Háls - nef - og eyrnalæknir.

Þórir Bergmundsson, háls - nef og eyrnalæknir, verður með móttöku á HVE Grundarfirði föstudaginn 29. apríl nk. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma: 432-1350.  

Vorball

Vorball Íþróttaskólans verður haldið í félagsmiðstöðinni Eden kl 16.30-18.00 fyrir krakka á aldrinum 1-6 ára (leikskólaaldur) í dag fimmtudaginn 14 apríl Íþróttaskólinn heldur Vorballið og því verður ekki hefðbundinn íþróttaskóli Foreldrar og börn eru hvött til að mæta í búningum eða skemmtilega til höfð. Popp og svali í boði UMFG  

Bókasafnadagurinn 14. apríl

Bókamerki í tilefni dagsins Kaffi, te og svalandi vatn Listi birtur yfir 100 bestu íslensku bækurnar að mati starfsfólks bókasafna. Hvað áttu margar? Krossaðu við þær sem þú hefur lesið.   Heilsurækt á bókasafninu You Tube Dagskrá á öðrum bókasöfnum Verið  velkomin á bókasafnið.   Fjölmiðlaumfjöllun um Bókasafnsdaginn: Sjá 

Lúðrasveitin fer á völlinn

Af mbl.is 13/4/2011   Baldur Orri Rafnsson, tónlistarkennari í Grundarfirði, betur þekktur sem „Baldur bongó“, ætlar ekki að láta sér nægja að mæta einn á þriðja úrslitaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Vodafone-höllina í kvöld.   Með honum verða nærri 30 nemendur hans í tónlistarskólanum í Grundarfirði á aldrinum 12 til 16 ára. Þeir ætla að halda uppi fjöri fyrir leikinn og á meðan á honum stendur en Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með sigri.

Bæjarstjórnarfundur

135. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl 2011, kl. 16:30 í Samkomuhúsinu. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að sitja fundina og fylgjast með því sem fram fer.

Myndakvöld í Sögumiðstöðinni

      Myndakvöld í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði  mánudaginn 11. apríl klukkan 20:00 Eyþór Björnsson heldur áfram að segja frá ferðum sínum um Miðausturlönd. Enginn aðgangseyrir.  Kaffi Emil verður opið.  

Auglýsing um kjörfund vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl 2011

Kjörfundur í Grundarfirði vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, laugardaginn 9. apríl 2011 verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Kjörfundur stendur yfir frá kl. 10.00 til kl. 22.00.   Kjósendur þurfa að hafa með sér skilríki og framvísa þeim ef um er beðið.   Kjörstjórn Grundarfjarðar  

Umsjónamaður vinnuskólans

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns vinnuskólans í sumar fyrir einstakling sem er 20 ára eða eldri, er fær um að stýra vinnuskóla, hafa reynslu, skipulagshæfni og áhuga á að vinna með og fræða unglinga. Reykir ekki, sjálstæður og góð fyrirmynd. Starfstími er júní og júlí og stöðuhlutfall er 50%. Umsóknarfrestur er til 11. apríl n.k. Grundarfjarðarbær  

Grænn apríl

Grænn apríl er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Markmiðið er að fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Íslandi.   Grundarfjörður er þátttakandi  í grænum apríl og á vefsíðu verkefnisins má finna viðtal við forseta bæjarstjórnar.    

Orkusparnaðarátak 2011

Miðvikudaginn 6. apríl, kl. 20 verður kynningarfundur í Samkomuhúsinu á vegum Orkustofnunar og Orkuseturs.   Íbúar á rafhituðum svæðum þurfa að greiða talsvert hærri húshitunarreikning en aðrir landsmenn þrátt fyrir að rafhitun sé að hluta til niðurgreidd af ríkinu. Markmiðið með fundinum er fyrst og fremst að kynna fyrir notendum leiðir til að lækka orkureikninginn.    Grundfirðingar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér leiðir til að lækka orkureikninginn.