Hver stýrir hátíð?

Við minnum á að þann 7. apríl nk. rennur út frestur til að sækja um starf framkvæmdastjóra hátíðarinnar Á góðri stund í Grundarfirði. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um fyrir þann tíma. Hafið samband við ritara á póstfangið einarg59@gmail.com.   Nefndin

Kennsla í tónlistarskólanum fellur niður í dag

Kennsla í tónlistarskólanum fellur niður í dag 5. apríl vegna bilunar í kyndibúnaði í húsinu. Unnið er að lagfæringu.

Páskabingó UMFG

Hið árlega Páskaeggja BINGO UMFG verður haldið fimmtudaginn 7. apríl í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefst fyrsta umferð kl 18.00 stundvíslega. BINGO spjaldið kostar 500 kr. Stjórn UMFG  

Blak og frjálsar falla niður í dag

Æfingartímar í blaki og frjálsum sem áttu að vera í dag 5. apríl falla niður vegna bilunar í kyndibúnaði í íþróttahúsi.

Akvæðagreiðsla utan kjörfundar

Samkvæmt auglýsingu Sýslumanns Snæfellinga sem birtist í Jökli 17. mars sl. fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 13/2011 sem fram fer 9. apríl 2011, fram á skrifstofu sýslumanns Hrannarstíg 2, virka daga kl. 13:00-14:00.   Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra.

Skátar sjá um að flagga

  Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur og Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri   Undirritaður hefur verið samningur á milli Skátafélagsins Arnarins og Grundarfjarðarbæjar þess efnis að skátafélagið sjái um að flagga á fánastöngum við heilsugæsluna og bæjarskrifstofuna.   Samningurinn gildir til næstu áramóta og verður hann þá endurskoðaður í ljósi reynslunnar.  

Tónleikar með Álftagerðisbræðrum

Tónleikar með Álftagerðisbræðrum verða í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík Þriðjudaginn 5. apríl. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.   Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis.   Sjá nánar

Skólahreysti

  Skólahreystikeppnin er í fullum gangi þessa dagana og keppt var í Vesturlandsriðlinum  í gær 31. mars.  Grunnskóli Grundarfjarðar tók þátt eins og síðustu ár og að þessu sinni lentum við í 3. sæti sem er frábært og óskum við keppendum til hamingju með árangurinn.  Þeir sem kepptu fyrir okkar hönd voru: Benedikt Berg Ketilbjarnarson, Elín Gunnarsdóttir,  María Rún Eyþórsdóttir og Sveinn Pétur Þorsteinsson.  Varamenn voru Aldís Ásgeirsdóttir og Jónas Þorsteinsson.  Þess má geta að sýnt verður frá keppninni á RÚV þriðjudagskvöldum næstu vikurnar.