Sex Íslandsmet og eitt heimsmet

Grundfirðingurinn Rúnar Geirmundsson gerði sér lítið fyrir og setti sex Íslandsmet á móti Kraftlyftingasambandsins RAW um síðustu helgi. Ekki lét kappinn þar staðar numið  heldur jafnaði heimsmet í réttstöðulyftu og sló heimsmet í hnébeygju. 

Viltu halda námskeið í sumar?

Menningar- og tómstundanefnd Grundarfjarðar auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér umsjón með leikjanámskeiði fyrir börn í sumar. Einnig er auglýst eftir aðilum sem vilja vera með önnur spennandi og skemmtileg námskeið. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við formann nefndarinnar (847-1739 / torbjorg@grundarfjordur.is ).   Menningar- og tómstundanefnd  

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 12. maí  n.k.Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, sími 432 1350  

Aðalfundur Setbergssóknar

Fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 20:00. Allir velkomnir. Sjá fundarboð.        

Námskeið fyrir alla um viðhald og verðmæti fasteigna

Nýsköpunarmiðstöð íslands og íbúðalánasjóður í samvinnu við fagaðila á ýmsum sviðum halda námskeið sem snúa að viðhaldi, endurbótum á húsnæði og auknum lífsgæðum á heimilum og vinnustöðum.

Vortónleikar Karlakórsins Kára 2011

Karlakórinn Kári verður með tónleika í Grundarfjarðarkirkju í kvöld, miðvikudaginn 4. maí kl. 20:00.   Sjá nánar auglýsingu.

Kátir krakkar

  Nemendur Leikskólans Sólvalla voru í sumarskapi í dag, enda blíðskaparveður. Hjá þeim má merkja mikinn fögnuð með að geta hvílt snjógalla og regnföt. Reiknað er með góðu veðri næstu daga.

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Innritun fyrir skólaárið 2011-2012 fer fram dagana 02. - 20.maí 2011. Nemendur Tónlistarskólans og Grunnskólans hafa nú þegar fengið afhent umsóknareyðublöð en einnig má nálgast eyðublöðin í Tónlistarskólanum og hjá ritara Grunnskólans. Vinsamlegast skilið umsóknum til bekkjakennara í Grunnskóla eða í Tónlistarskólann fyrir 20.maí n.k.  Nánari upplýsingar eru veittar í Tónlistarskólanum í síma: 430-8560. Þórður Guðmundsson skólastjóri.     Skólaslit og vortónleikar verða í sal FSN föstudaginn 13.maí (nánar auglýst síðar).  

Blóðbankabílinn í Grundarfirði í dag

Blóðbankabílinn verður í Grundarfirði við Samkaup-Úrval, í dag, þriðjudaginn 3. maí frá klukkan 12:00 - 17:00. Allir velkomnir. Blóðgjöf er lífgjöf.  

Myndarlegt sumar í vændum?

  Grundarfjarðarbær stendur fyrir ljósmyndasamkeppni í sumar. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir bestu myndirnar. Samkeppnin stendur frá 2. maí til 31. ágúst og verða myndirnar að vera teknar á því tímabili og innan sveitarfélagsmarka. Hver þátttakandi má senda inn tíu myndir. Afraksturinn verður svo til sýnis á veglegri sýningu á næstu Rökkurdögum. Þemað í samkeppninni er sumar.   Nánari upplýsingar veitir markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar (899-1930 / jonas@grundarfjordur.is)