Sumarnámskeið fyrir börn

Nú í sumar er boðið upp á fjölda glæsilegra námskeiða fyrir unga Grundfirðinga. Skráning fer fram á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar.

Sorphirðudagatal 2011

Eins og kunnugt er tekur við nýtt fyrirkomulag í sorphriðu  í byrjun júní. Meðfylgjandi er sorphirðudagatal fyrir árið 2011. Hver tunna er losuð mánðarlega en yfir sumarmánuðina verður brúna tunnan losuð tvisvar í mánuði.   Sorphirðudagatal 2011

Slökkt á ljósastaurum

Til loka júlímánaðar verður slökkt á öllum ljósastaurum í Grundarfirði. Á þessum bjartasta tíma ársins loga ljós á ljósastaurum einkum á næturna þegar þungbúið er. Það ættu því ekki margir að verða þessa varir. Með þessari aðgerð næst einhver orkusparnaður og er þess vænst að bæjarbúar sýni þessari tilraun skilning.  

Dúllur á bókasafninu

Á Bókasafni Grundarfjarðar eru þrír glerskápar sem geyma sýnishorn af munum af Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Þessar vikurnar eru ýmsir mundir sem tengjast handverki frá gamalli tíð.   Meðal þeirra er þessi mynd af dúllum úr eigu gamals Snæfellings. Dúllurnar eru gerðar með nál. Fáir þekkja þessa aðferð en þeir sem geta upplýst okkur um hana mega hafa samband við bókasafnið eða Norska húsið.     Smellið á myndina til að fá stærri mynd  

Rafrænt á bókasafninu

Kíkið á nýlega tækni og möguleika í rafrænum aðgangi.   Rafbækur -  Hljóðbækur Tímarit - Talgerfill Kvikmyndir -  You Tube  Bókasafn Grundarfjarðar

Flotbryggja fyrir tjaldinn

Sunnan við bæinn Eiði er Arnór Kristjánsson bóndi að gera all nýstárlega tilraun. Þannig hagar til að tjaldshjón hafa til nokkurra ára átt búsetu á malareyri sunnan við bæinn og um sjötíu metra frá sjónum. Þetta mun vera í a.m.k. þriðja eða fjórða skipti sem tjaldurinn verpir á sama stað. Undanfarin vor hefur hreiðrið ýmist farið á kaf á háflóði eða tófan stútað eggjunum í því og uppeldi tjaldshjónanna því misfarist.  

Boðskort á útskrift

Fjölbrautaskóla Snæfellinga 20. maí 2011.  Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 20. maí 2011 í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.   Allir velunnarar skólans eru velkomnir.                                                  Skólameistari  

Átak í handsömun óskráðra katta

Hafið er átak á vegum bæjarins til að handsama óskráða ketti. Auglýst verður eftir eigendum óskráðra katta á heimasíðu sveitarfélagsins og verða þeir aðeins afhentir gegn greiðslu leyfisgjalds og áfallins kostnaðar við handsömun. Óskráðum köttum sem ekki er vitjað innan 5 daga verður lógað. Kattaeigendur eru hvattir til að kynna sér samþykkt um kattahald í Grundarfirði.   Samþykkt um kattahald í Grundarfirði Gjaldskrá fyrir kattahald í Grundarfirði 

Blakarar stóðu sig vel á öldungamóti

Hið árlega öldungamót Blaksambands Íslands var haldið í Vestmannaeyjum dagana 5. - 7. maí. Blakarar 30 ára og eldri eru löglegir keppendur á þessu móti.  Það voru um 1000 keppendur sem mættu til leiks og var það met þátttaka.  Alls var spilað í 6 karladeildum og 12 kvennadeildum. Blakdeild UMFG sendi 3 lið, 2 kvennalið og 1 karlalið. Kvennaliðin spiluðu í 4. deild og 9. deild en karlaliðið í 3. deild.

Íbúafundur um umhverfisvottað Snæfellsnes.

Mánudaginn 16. maí nk. kl. 20.00 verður efnt til íbúafundar um umhverfisvottun EarthCheck sem Grundarfjarðarbær hefur hlotið í samstarfi við hin sveitarfélögin á Snæfellsnesi. Á fundinum verður gerð grein fyrir vottunarverkefninu, hvað hefur áunnist síðustu ár og hver verkefni framtíðarinnar eru. Íbúar eru hvattir til þess að mæta og kynna sér málið og nýta sér um leið tækifærið til þess að koma á framfæri nýjum hugmyndum. Fundurinn verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar og hefst kl. 20.00 Allir velkomnir.