Átak í föngun óskráðra hunda og katta

Á næstu vikum mun hefjast sérstakt átak á vegum Grundarfjarðarbæjar til að fanga óskráða hunda og ketti í sveitarfélaginu. Allir þeir sem eiga hunda eða ketti sem ekki er leyfi fyrir eru hvattir til að sækja um leyfi á bæjarskrifstofunni.  

Opnunartími sundlaugarinnar í sumar

Sumarið 2011 verður opnunartími sundlaugarinnar með öðru sniði en verið hefur. Fyrstu vikurnar verður sundlaugin eingöngu opin fyrir skólasund. Opnað verður fyrir almenning 21. maí og opið verður til 21. ágúst þegar skólasund hefst að nýju.    

Örnámskeið um bókina Sýður á keipum

Örnámskeið rafbókasíðunnar Lestu.is er nýjung sem bókmenntaunnendur ættu að kíkja á. Sögusvið bókarinnar er Dritvík og Snæfellsnes. Sjá söguna rafrænt hjá Netútgáfunni.

Sumarstörf

Velferðaráðuneytið og Vinnumálastofnuna standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga,  fyrir námsmenn og atvinnuleitendur.    Til verkefnins renna 250 milljónir kr. fá Atvinnuleysistryggingasjóði auk 106 milljóna kr. úr ríkissjóði. Mótframlagi ríkisins er ætlað að mæta viðbótarkostnaði stofnana þess svo unnt sé að greiða laun samkvæmt kjarasamningum en sveitarfélögin munu sjálf standa straum af þessum viðbótarkostnaði. 

Aðalfundur ferðafélags Snæfellsness.

Aðalfundur ferðafélags Snæfellsness verður haldinn í Sögumiðstöðinni mánudaginn 18. apríl kl. 20.00 Allir velkomnir. 

Háls - nef - og eyrnalæknir.

Þórir Bergmundsson, háls - nef og eyrnalæknir, verður með móttöku á HVE Grundarfirði föstudaginn 29. apríl nk. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma: 432-1350.  

Vorball

Vorball Íþróttaskólans verður haldið í félagsmiðstöðinni Eden kl 16.30-18.00 fyrir krakka á aldrinum 1-6 ára (leikskólaaldur) í dag fimmtudaginn 14 apríl Íþróttaskólinn heldur Vorballið og því verður ekki hefðbundinn íþróttaskóli Foreldrar og börn eru hvött til að mæta í búningum eða skemmtilega til höfð. Popp og svali í boði UMFG  

Bókasafnadagurinn 14. apríl

Bókamerki í tilefni dagsins Kaffi, te og svalandi vatn Listi birtur yfir 100 bestu íslensku bækurnar að mati starfsfólks bókasafna. Hvað áttu margar? Krossaðu við þær sem þú hefur lesið.   Heilsurækt á bókasafninu You Tube Dagskrá á öðrum bókasöfnum Verið  velkomin á bókasafnið.   Fjölmiðlaumfjöllun um Bókasafnsdaginn: Sjá 

Lúðrasveitin fer á völlinn

Af mbl.is 13/4/2011   Baldur Orri Rafnsson, tónlistarkennari í Grundarfirði, betur þekktur sem „Baldur bongó“, ætlar ekki að láta sér nægja að mæta einn á þriðja úrslitaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Vodafone-höllina í kvöld.   Með honum verða nærri 30 nemendur hans í tónlistarskólanum í Grundarfirði á aldrinum 12 til 16 ára. Þeir ætla að halda uppi fjöri fyrir leikinn og á meðan á honum stendur en Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með sigri.

Bæjarstjórnarfundur

135. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl 2011, kl. 16:30 í Samkomuhúsinu. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að sitja fundina og fylgjast með því sem fram fer.