Karlakaffið fellur niður í dag

Karlakaffið fellur niður í dag vegna veðurs. 

Karlakaffi

Karlakaffið hefst  aftur þriðjudaginn 10. jan kl 14.30 til kl.17.00 Í verkalýðshúsinu við Borgarbraut. Karlakaffið er opið hús fyrir karla óháð aldri ,stétt og stöðu.  

Opið hús hjá Félagi eldri borgara

Sunnudaginn 8. janúar næstkomandi verður Félag eldri borgara með opið hús í Samkomuhúsinu kl. 15:00. Allir 60 ára og eldri eru hvattir til að mæta og eiga góða stund saman. Boðið er upp á kaffiveitingar.   Stjórn Félags eldri borgara.

Hirðing á jólatrjám

Þeir sem vilja losna við jólatré geta sett þau út við lóðarmörk hjá sér ekki síðar en fyrir hádegi mánudaginn 9. janúar, en starfsmaður áhaldahúss mun hirða þau upp eftir hádegi þennan dag.  

Við áramót

Við áramót þökkum við samferð á liðnu ári og óskum þess að nýtt ár megi færa okkur farsæld. Persónulega þakka ég Grundfirðingum góð og árangursrík samskipti á árinu 2011.   Á árinu voru haldnir tveir íbúafundir, sem báðir voru vel sóttir. Þar gafst tækifæri til beinnar samræðu við íbúa um málefni samfélagsins. Ljóst er að framhald verður á þessum fundum á nýju ári.  

Þrettándagleði í Grundarfirði

Þrettándagleðin föstudaginn 6. janúar hefst við Netaverkstæði G.Run kl. 18:30 og gengið verður fylktu liði með kyndla að bílastæði grunnskólans þar sem ýmsar kynjaverur munu taka á móti fólki. Sungið verður og dansað. Fólk er hvatt til að koma með blys eða kyndil og að vera í búningum við hæfi.   Sjá auglýsingu hér!  

Þrettándaopnun flugeldasölunnar

Flugeldamarkaður björgunarsveitanna verður með þrettándaopnun hjá Klakki kl. 16:00-19:00 föstudaginn 6. janúar.   Sjá auglýsingu hér!    

Ný samþykkt um hundahald

Um áramótin tók gildi ný samþykkt um hundahald í Grundarfirði. Fyrri samþykkt var frá árinu 2002 og var orðið aðkallandi að endurskoða hana. Ný samþykkt um hundahald er ítarlegri en sú eldri og eru hundaeigendur sérstaklega hvattir til að kynna sér hana vel.  

Nýjar bækur á bókasafni

Á vefsíðu bókasafnsins sést hvaða bækur hafa komið inn nýjar árið 2011. Þar eru einnig leiðbeiningar um leit í bókakosti okkar á Gegni.is. Ég hef bætt við nokkrum nýjum titlum að hljóðbókum. Flestar eru á MP3 formi. Hægt er að fá aðstoð við að ná í frítt les- og hljóðefni á Netinu. Komið með eigin tæki til þess. Foreldrar. Gerið reglulega heimsókn á bókasafnið að venju. Lestur víkkar sjóndeildarhringinn.              Gleðilegt ár. Sunna.

Góður árangur af sorpflokkun

Til íbúa Grundarfjarðar,   Um sjö  mánuðir eru nú liðnir frá því flokkun á sorpi hófst í Grundarfirði. Á þessum tíma hefur aðeins um helmingur þess sorps sem sótt er á heimili endað í urðun. En eins og íbúar Grundarfjarðar vita er það eingöngu það sem fer í gráu tunnuna sem er urðað.