Póstútburður í Grundarfirði.

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður ekki borinn út póstur í Grundarfirði, fimmtudaginn 19. janúar og föstudaginn 20. janúar. Ef viðskiptavinir eru að bíða eftir áríðandi pósti þessa tvo daga er velkomið að koma í Landsbankann, samstarfsaðila póstsins í Grundarfirði og sækja þann póst. 

Umhverfisvottun staðfest fyrir árið 2012

Eins og vonandi allir vita hafa sveitarfélögin á Snæfellsnesi státað af umhverfisvottun á starfsemi sinni frá árinu 2008. Til þess að viðhalda slíkri vottun er krafist vöktunar á auðlindanýtingu og ýmsum umhverfisþáttum auk stöðugra úrbóta í umhverfis- og samfélagsmálum.Árlega er starfsemin tekin út af óháðum aðila vegna endurnýjunar á vottun.  

Álagning fasteignagjalda

Sú breyting verður á innheimtu fasteignagjalda í ár að vatnsgjald verður ekki innheimt með öðrum fasteignagjöldum eins og fram kemur í frétt hér að neðan.   Gjalddögum verður fjölgað úr 8 í 10, mánuðina febrúar til nóvember. Álagningarseðlar verða sendir til greiðenda í lok mánaðarins.

Innheimta vatnsgjalds

Á síðasta ári sagði Orkuveita Reykjavíkur upp samningi við Grundarfjarðarbæ um innheimtu vatnsgjalds. Grundarfjarðarbær hefur séð um innheimtu gjaldsins frá því Orkuveitan keypti Vatnsveitu Grundarfjarðar árið 2005. Frá og með þessu ári mun Orkuveitan því sjálf sjá um innheimtuna og eiga greiðendur vatnsgjalds í Grundarfirði að hafa fengið senda álagningarseðla frá Orkuveitunni.   Gjalddagar vatnsgjalds verða níu á árinu, mánuðina febrúar til október.   Hafi greiðendur einhverjar spurningar um álagningu vatnsgjalds ber að beina þeim til Orkuveitu Reykjavíkur.

Karlakaffi í dag

Karlakaffið hefst aftur  í dag  í verkalýðshúsinu kl 14.30 til 17.00 karlakaffið er opið kaffihús fyrir alla karlmenn.  

60 ára og eldri - Opið hús

Opna húsinu sem frestað var sl. sunnudag vegna veðurs verður haldið í Samkomuhúsinu laugardaginn 14. janúar Klukkan 16:00. Allir (H)eldri borgarar velkomnir fá sér kaffisopa og spjalla Einnig mun stjórnin opna umræður um hvað er framundan hjá Félagi eldri borgara í Grundarfjarðarbæ á  20 ára afmælisári félagsins. Vertu hjartanlega velkominn ásamt maka þó hann sé yngri. Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ.  

50 ára afmæli grunnskólans

    Þann 6. janúar síðastliðinn var grunnskólinn 50 ára og er þá miðað við þann tíma sem flutt var í elsta hluta núverandi skólahúsnæðis.  Í tilefni þess var opið hús í skólanum og boðið upp á léttar veitingar. 

Bæjarstjórnarfundur

145. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 12. janúar 2012 í Samkomuhúsinu. Fundurinn hefst kl. 16:30. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að fylgjast með þeim.

Bókasafnið er lokað í dag, þriðjudag.

Hægt er að leita upplýsinga í síma 438 6797 eða 895 5582. Einnig með tölvupósti í bokasafn (hjá) grundarfjordur.is. Sunna.

Tónlistarskólinn fellur niður í dag

Tónlistarskóli Grundarfjarðar fellur niður í dag vegna veðurs og ófærðar.