Vorhreinsun í Grundarfirði

Helgina 11.-12. maí 2013 verður hreinsunarhelgi í Grundarfirði. Allir eru hvattir til hreinsunar á sinni lóð og nánasta umhverfi.   Þess er óskað að íbúar sópi gangstéttir fyrir framan húsið sitt og út á götu og týni upp rusl í kringum heimili sitt. Götusópur mun sópa götur bæjarins mánudaginn 13. maí.   Gámastöðin verður opin lengur laugardaginn 11. maí eða frá kl. 12:00-16:00. Gámur fyrir garðaúrgang er aðgengilegur allan sólarhringinn.   Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar snyrtilegan fyrir sumarið.  

ADHD samtökin verða í Ólafsvík - Snæfellsbæ mánudaginn 13. maí 2013

Kynningarfundur fyrir fagfólk, stuðningsfulltrúa og aðra Spjallfundur fyrir foreldra   Kynningarfundur fyrir fagfólk, stuðningsfulltrúa og aðra Kynningrafundur ADHD samtakanna verður haldinn á Ólafsvík mánudaginn 13. maí kl. 14:30 í Grunnskóla Snæfellsbæjar í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Fundurinn er ætlaður starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í skóla- og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum eða fullorðnum með ADHD.  

Frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Skólaslit og vortónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar verða í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga sunnudaginn 12.maí kl.17.   Vonumst til að sjá sem flesta  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Innritun fyrir skólaárið 2013-2014 fer fram dagana 02. - 17.maí 2013.   Nemendur Tónlistarskólans og Grunnskólans hafa nú þegar fengið afhent umsóknareyðublöð en einnig má nálgast eyðublöðin í Tónlistarskólanum og hjá ritara Grunnskólans. Vinsamlegast skilið umsóknum til bekkjakennara í Grunnskóla eða í Tónlistarskólann fyrir 17.maí n.k.   Vakin er athygli á því að nemendur sem eru að klára 2.bekk grunnskólans nú í vor eiga kost á því að hefja hljóðfæranám næsta haust.   Nánari upplýsingar eru veittar í Tónlistarskólanum í síma: 430-8560. Þórður Guðmundsson skólastjóri.    

Sundlaugin verður lokuð á mánudag

Sundlaugin verður lokuð mánudaginn 13. maí vegna þrifa á kyndingu.   Forstöðumaður Íþróttamannvirkja.  

Rauði kross Íslands Grundarfjarðardeild

Vinna við verkefnið „Föt sem framlag“ ungbarnapakkana 0 – 12 mánaða, til Hvíta- Rússlands heldur áfram miðvikudaginn 08.04.2013. kl 13:00, í salnum við bókasafnið á Borgarbraut.   Allir velkomnir að kíkja til okkar eða leggja hönd á plóg við þetta verkefni.      Okkur vantar sérstaklega efni í teppi, (gamla náttsloppa, stórar fleece peysur) eða annað sem breyta má, falleg sængurver og handklæði. Einnig eru vel þeginn öll föt á ungbörn, samfellur, peysur, húfur, buxur, þykka sokka.   Munið eftir verkefni Rauðakrossins „Föt sem framlag“  þegar hafist verður handa við vorhreingerningarnar, koma má með efnin/fötin á miðvikudaginn eða á Markaðinn til Steinunnar sem mun veita þeim viðtöku.    

Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar

Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar verður haldinn miðvikudaginn 15. maí n.k. í Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju kl. 20:00   Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf   Vonumst til að sjá sem flesta   Sóknarnefndin  

Umsækjendur um starf menningar- og markaðsfulltrúa

Umsóknarfrestur um starf menningar- og markaðsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar er liðinn. 10 sóttu um starfið og er verið að vinna úr umsóknum.  

Aðalfundur Skotfélagsins

Aðalfundur Skotgrundar verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 20:00 í félagshúsnæði félagsins.  Dagskrá fundarins og aðrar upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins www.skotgrund.123.is  

Dagur eldri borgara

Dagur eldri borgara verður á fimmtudaginn 9. maí, uppstigningardag. Dagskrá dagsins er eftirfarandi:   1. Messa í Grundarfjarðarkirkju kl. 11:oo.     Kór eldri borgara sér um sönginn     Ritningarlestur og ræða í höndum eldri borgara   2. Opið hús verður kl. 15:00 í Samkomuhúsinu.      Kaffisala með góðu meðlæti.      Kór eldri borgara syngur.      Starfsemi félagsins verður kynnt i máli og myndum.   Allir velkomnir Stjórn Félags eldri borgara