Bæjargátt Grundarfjarðar á island.is

Alla útsenda reikninga frá Grundarfjarðarbæ er nú hægt að nálgast í bæjargátt gegnum island.is. Notendur skrá sig inn með veflykli ríkisskattstjóra. Linkur á bæjargáttina er hér á forsíðu heimasíðu  Grundarfjarðar undir "Gott að vita".  

Viðsnúningur í rekstri Grundarfjarðarbæjar

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2012 var staðfestur við síðari umræðu í bæjarstjórn 30. aprí sl.   Mikil umskipti hafa orðið í rekstri sveitarfélagsins á síðustu árum en unnið hefur verið markvisst að því að snúa langvinnum hallarekstri við, lækka skuldahlutfall og bæta lausafjárstöðu sveitarfélagsins.  

Hvernig gerðu Norðmenn?

Mánudaginn 6. maí 2013 kl. 17.00 verður opinn fundur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði, um reynslu Norðmanna af stofnun svæðisgarða þar í landi.    Nú er staddur hér á Snæfellsnesi Norðmaðurinn Eivind Brenna sem er reyndur sveitarstjórnarmaður og einn af þeim sem stóðu að stofnun fyrsta norska svæðisgarðsins, í Valdres. Eivind er líka stjórnarformaður Samtaka norskra svæðisgarða og hefur frá mörgu að segja.  Snæfellingar eru hvattir til að nýta tækifærið og hlusta á Eivind segja frá því hvernig Norðmenn sáu leið til að efla atvinnulíf og samfélag á afmörkuðum svæðum, með samstarfi á grunni svæðisgarða.   Eivind flytur erindi sitt á ensku en möguleiki er á að þýtt verði á íslensku.    Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vef svæðisgarðsins    Allir velkomnir! Stýrihópur svæðisgarðs    

Tónleikar

Tónleikar kirkjukórsins verða í Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 20:00. Fjölbreytt lagaval. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir og fögnum sumri með söng.   Kirkjukórinn