Umsóknir um styrki árið 2016

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2016.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2016 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með fimmtudagsins 15. október 2015.    

Bæjarstjórnarfundur

189. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, fimmtudaginn 8. október 2015, kl.16:30.   Fulltrúar Alta mæta á fundinn undir lið 5. Nefndarmönnum skipulags- og bygginganefndar er boðið að sitja fundinn undir þeim lið.   Dagskrá:  

Námskeið í tælenskri matargerð

    Enn er laust á matreiðslunámskeiðið og er allra síðasti dagur til að skrá sig á morgun, miðvikudaginn 7. október, fyrir kl 20.00. Skráningar berist í síma  842 1307 eða á netfangið hildurj@krums.is.

Dagskrá Rökkurdaga 8.-17. október 2015

  Það er skemmtileg hefð hér í Grundarfirði að taka á móti rökkrinu í vetrarbyrjun með menningarhátíðinni Rökkurdögum. Í stað þess að horfa með trega til sumarsins og sýta veturinn þá er haldin hátíð. Rökkurdagar munu standa yfir dagana 8.-17. október og dagskrá þeirra ætti að hafa borist í öll hús bæjarins á morgun, þriðjudag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni sem er sett saman með alla aldurshópa í huga.  

Nýr skipulags- og byggingafulltrúi

    Gunnar Sigurgeir Ragnarsson hefur verið ráðinn sem skipulags- og byggingafulltrúi Grundarfjarðarbæjar. Gunnar er húsasmíðameistari og  menntaður byggingarfræðingur B.Sc. frá Vitursbering Horsens í Danmörku. Eiginkona hans er Sigrún Baldursdóttir hársnyrtimeistari og eiga þau tvö börn saman. Gunnar er boðinn velkominn til starfa í Grundarfirði, en ráðgert er að hann komi til starfa að fullu eftir 2-3 vikur.    

Fiskiveislan verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr

Fiskiveislan mikla hefur aldrei verið glæsilegri á Northern Wave en í ár. Hrefna Rósa Sætran dæmir fiskréttina ásamt Jon Favio Munoz Bang, yfirkokki á Hótel Búðum. Í verðlaun fyrir besta fiskréttinn eru 40.000 krónur og að auki verða sérstök verðlaun í boði.