Leikskólinn Sólvellir

Deildarstjóra vantar á leikskólann  Sólvelli í Grundarfirði.   Um er að ræða 100% starf á yngstu deild leikskólans Leikskólinn Sólvellir er fjögra deilda leikskóli með um 60 nemendur frá eins árs til sex ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum  og kenningum í uppeldisfræðum.  

Kynningarfundur Stjórnstöðvar ferðamála í Samkomuhúsinu

    Mánudaginn 9. nóvember mæta fulltrúar Stjórnstöðvar ferðamála í Samkomuhúsið í Grundarfirði og halda þar opinn fund um nýjan vegvísi í ferðaþjónustu.   Ferðamálin snerta okkur flest á einn eða annan hátt og því eru bæjarbúar hvattir til að mæta til fundarins og kynna sér málin. Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnstöðvar ferðamála, www.ferdamalastefna.is    

Bæjarstjórnarfundur

190. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, fimmtudaginn 5. nóvember 2015, kl. 16:30.

Grundfirðingurinn Svana Björk á verðlaunapalli í Englandi

  Stúlknalandsliðið í blaki stóð sig vel í Englandi. Svana Björk er önnur frá hægri í efri röð.   Grundfirðingurinn Svana Björk Steinarsdóttir og liðsfélagar hennar í stúlknalandsliðinu í blaki hafnaði í öðru sæti á alþjóðlega NEVZA mótinu sem fram fór í Englandi um liðna helgi. Íslenska liðið bar sigur úr býtum í öllum leikjum sínum í mótinu en laut í lægra haldi fyrir Finnum í úrslitaleik.