Auglýsing

Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar í tengslum við nýtt deiliskipulag Ölkeldudals

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 í tengslum við gerð nýs deiliskipulags fyrir Ölkeldudal.

Ætlunin er að fjölga íbúðarlóðum við Ölkelduveg og Borgarbraut, minnka Paimpolgarðinn sem því nemur, en jafnframt afmarka og hanna garðinn þannig að hann nýtist bæjarbúum betur, og búa til samfelldan reit fyrir samfélagsþjónustu austan Borgarbrautar.

Vegna þessara áforma þarf að gera breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 sem nær til landnotkunarreita fyrir ÍB-5, S-3, OP-5, OP-3, ÍÞ-5 og AF-2. Sjá mynd 1.1 í skipulagsgögnum.

Samhliða aðalskipulagsbreytingunni hefur verið auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag Ölkeldudals vegna sömu áforma, sbr. mynd 1.1 í skipulagsgögnum. Deiliskipulagið er endurskoðað í heild sinni með það að markmiði að tryggja yfirsýn yfir þróun alls deiliskipulagssvæðisins, þar sem gildandi deiliskipulag er komið til ára sinna með allnokkrum fjölda breytinga.  

Nánar er vísað til kynningargagna. 

Höfð var hliðsjón af umsögnum og athugasemdum sem bárust á fyrri stigum við gerð aðalskipulagstillögunnar.

Skipulagsstofnun hefur farið yfir tillöguna og umhverfismat hennar, sem er hluti tillögunnar, og er hún nú auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. 

Hér er tillagan sjálf; Ölkeldudalur – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, dags. 21. janúar 2025.

Tillagan var birt í Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is 2. febrúar sl. og er auglýst hér á vef bæjarins í dag, auk þess sem hún liggur frammi útprentuð í Ráðhúsinu og á Bókasafni Grundarfjarðar á opnunartímum. 

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér aðalskipulagstillöguna á auglýsingatíma hennar og senda athugasemdir gegnum Skipulagsgáttina, www.skipulagsgatt.is (mál 233/2024) í síðasta lagi 25. mars 2025. 

Kynningarfundur um bæði aðal- og deiliskipulagstillöguna verður haldinn í Sögumiðstöðinni miðvikudaginn 19. febrúar nk. kl. 17:00.

Grundarfirði, 7. febrúar 2025,

Sigurður Valur Ásbjarnarson,  
skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar