Í dag var tilkynnt um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2018. Grundarfjarðarbær hlýtur styrk að upphæð kr. 61.966.140.- til að gera nýtt bílastæði auk nýrrar gönguleiðar og áningarstað við Kirkjufellsfoss.

Í úthlutuninni segir: „. Mikilvægt er að loka núverandi stæði og gönguleið til að lágmarka sjónræn áhrif á fossinn. Hönnun og gerð upplýsingarskilta. Kirkjufellsfoss er einn af sjálfsprottnu ferðamannastöðunum sem orðið hafa til vegna breyttrar ferðahegðunar. Á örskotsstund varð þessi útsýnisstaður til Kirkjufells einn af þeim fjölsóttustu á landinu. Nauðsynlegt er að tryggja öryggi ferðamanna, byggja upp innviði og vernda náttúru á jafn mikilvægum stað og þessum.“

 

Tekið er fram í úthlutuninni að skilyrði fyrir styrkveitingunni sé að samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið hafi tekið gildi í síðasta lagi 28. maí 2018.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir áfangastað og bílastæði við Kirkjufellsfoss hefur verið auglýst og er hún aðgengileg hér og deiliskipulagsuppdráttur hér. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 3. apríl 2018.

Ráðgjafarfyrirtækið Alta vinnur að deiliskipulaginu fyrir Grundarfjarðarbæ í samvinnu við landeigendur.