Bæjarstjórn Grundarfjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kirkjufellsfoss, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Tillaga á vinnslustigi - Greinargerð

Tillaga á vinnslustigi - Uppdráttur

Skipulagssvæðið tekur til um 10,5 ha svæðis umhverfis fossinn. Innan marka deiliskipulagssvæðisins verða bílastæði, gönguleiðir, upplýsingaskilti og áningarstaðir. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir þetta svæði.

 

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar frá 17. mars til og með 3. apríl 2018. Tillagan verður einnig aðgengileg á vef Grundarfjarðarbæjar.

 

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæra er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Grundarfjarðarbæjar í síðasta lagi þann 3. apríl 2018 á netfangið bygg@grundarfjordur.is eða í bréfpósti á eftirfarandi heimilisfang: 

 

Grundarfjarðarbær

Borgarbraut 16

350 Grundarfjörður

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar