Heimsending matar

Í samstarfi við Fellaskjól stendur eldri borgurum til boða að fá heimsendan mat í hádeginu alla virka daga. Hver skammtur kostar 750 kr. Aðeins er í boði full áskrift, þ.e. alla virka daga mánaðarins.   Um er að ræða tilraunaverkefni og verður þjónustan endurmetin í ljósi reynslunnar.   Skráning og nánari upplýsingar fást á Fellaskjóli í síma 438 6677.   Grundarfjarðarbær og Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól

Opnunartími bæjarskrifstofu yfir hátíðarnar

24. desember – lokað 27. desember – opið kl. 10-14 30. desember – opið kl. 10-14 31. desember – lokað 2. janúar – lokað  

Gjafir frá Paimpol

Jólakveðja frá Bókasafni Grundarfjarðar     Í nóvember 2013 heimsóttu Grundarfjörð gestir frá Paimpol sem gistu í heimahúsum og skoðuðu sig um á Snæfellsnesi. Eftir heimsóknina fengum við sendan pakka sem innihélt bækur nokkurra íslenskra höfunda, þýddar á frönsku.   Kærar þakkir, Mercy beaucoup, Claudine Panciroli 

Lýsing vegna breytingar aðalskipulags þéttbýlis Grundarfjarðar 2003-2015, hafnarsvæði.

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu.   Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015, Hafnarsvæði.   Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi þéttbýlis í Grundarfirði. Tilgangur með breytingunni er að laga landnotkun að skilgreiningu athafnarsvæðis í nýjum lögum og skipulagsreglugerð. Einnig er lögð áhersla á að tryggja möguleika fyrir fjölbreytilega starfssemi með vissri blöndun byggðar. Lýsingin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, (klikka hér) og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Grundargötu 30 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 20. desember til 9. janúar og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is  í síðasta lagi 9. janúar 2014   Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.  

Jólin á bókasafninu

Kynning á unglingabókum, höldum áfram með músastiga og stjörnurnar fimmtudaginn 19. des. kl. 16-18.   Óvissujólabókapakkar undir jólatréð Bókasafnið vill koma til móts við heimilin og bjóða upp á bókapakka handa fjölskyldunni. Foreldrar. Munið að þið eruð besta lestrarhvatningin fyrir börnin ykkar og unglingana. Þau njóta þess að láta lesa fyrir sig. Bókasafnið er í Sögumiðstöðinni Opið á Þorláksmessu kl. 14-21, til kl. níu. 

Boðskort á útskrift

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.   Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Tónlistarskóli Grundarfjarðar kynnir með stolti nýútgefinn geisladisk. Um er að ræða lifandi upptökur með skólahljómsveit, söngnemendum og kirkjukór Setbergsprestakalls frá jólatónleikum skólans frá desember 2012 ásamt upptökum söngnemenda  í desember 2013 í Stúdíó Stórakrók. Geisladiskurinn fæst í Samkaup Grundarfirði.        

Kæru íbúar Grundarfjarðar

Heilsugæslan vill minna á að síðustu dagarnir til að panta lyf fyrir jólin eru 19. og 20. desember. Opið er fyrir pantanir alla virka daga frá 9-12 og 13-16 í síma: 432-1350 og 432-1354. Hægt er að fá tíma í blóðprufur þriðjudaginn 17. desember en svo verða ekki teknar blóðprufur fyrr en þriðjudaginn 7.janúar. Tekið er á móti bókunum hjá ritara. Heilsugæslan verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag.   Jólakveðja, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Grundarfirði        

Bæjarstjórnarfundur

165. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu þriðjudaginn 17. desember 2013, kl. 16:30.   Dagskrá: