Grundarfjarðarbær á Facebook

Nú hefur verið stofnuð síða á Facebook fyrir Grundarfjarðarbæ þar sem verða auglýstir viðburðir og annað sem bærinn vill koma á framfæri. Komin er tengill inn á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að fara inn á síðuna og „líka við“ hana þá færðu fréttir af því sem sett er inn á síðuna hverju sinni. Vonumst við til að flestir nýti sér þetta skemmtilega framtak okkar hér og geti fylgst enn betur með því sem er að gerast hér í bæjarfélaginu okkar.

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki árið 2011.

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsársins 2011. Áherslur Menningarráðs vegna styrkveitinga eru eftirfarandi  

Kveldúlfur á Kaffi 59 - Hálendingurinn

Kvikmyndaklúbburinn Kveldúlfur fundar á Kaffi 59, fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 21:00. Efni fundar er kvikmyndin Highlander frá árinu 1986, sem skartar þeim Cristopher Lambert, Sean Connery og ekki má gleyma honum Clancy Brown. Hálendingurinn Connor MacLeod áttar sig á því einn daginn að hann er ódauðlegur. Sú uppgötvun dregur skiljanlega dilk á eftir sér. Internet Movie Database gefur myndinni 7,2 í einkunn. Enginn aðgangseyrir og tilboð á krana.    

Bæjarstjórnarfundur

129. fundur bæjarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 11. nóvember 2010, kl. 16:30 í samkomuhúsinu. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer.  

Leikprufur fyrir jólaþátt 2010

Langar þig til að taka þátt í uppsetningu á jólaþættinum okkar í ár? Fyrirhugað er að setja upp jólaþáttinn "Jóladagatalið". Fyrstu áheyrnarprufur verða í dag, þriðjudaginn 9. nóvember kl. 18 í Samkomuhúsinu. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fyrir þetta verk vantar okkur allan aldurshóp Hlökkum til að sjá ykkur.   Leikklúbbur Grundarfjarðar

Íbúafundur næsta mánudag

Mánudagskvöldið 15. nóvember býður bæjarstjórn Grundarfjarðar til íbúafundar í Samkomuhúsinu kl.20:00.  Fundurinn er upplýsinga- og samræðufundur.  Fjallað verður um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, horfur og mögulegar aðgerðir. Í framhaldi af því verða umræður, þar sem m.a. verður kallað eftir skilaboðum til bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar. Boðið verður upp á kaffi og létt meðlæti.  

Aukið samstarf stofnana

Nú í haust hefur verið lögð áhersla á aukna samvinnu stofnana bæjarins og liður í því eru reglulegir fundir forstöðumanna og umsjónarmanna, sem stefnt er að því að hafa í hverjum mánuði.  Á fyrsta fundinum, sem haldinn var í september var umræða um hvernig hægt væri að ná frábærum árangri í rekstri og starfsemi bæjarins, með virkri þátttöku starfsmanna. 

Rökkurdagar í dag, sunnudag

Land elda og ísa Kl. 11-16 í Fjölbrautaskólanum. Jón Páll Vilhelmsson sýnir landslagsljósmyndir. Þetta eru stórar ljósmyndir af mikilfenglegu landslagi stækkaðar í takmörkuðu upplagi á striga.   Fjölskylduleikir Kl. 13-14 í íþróttahúsinu. UMFG stendur fyrir skemmtilegum fjölskylduleikjum. Kjörið tækifæri fyrir unga sem aldna að hreyfa sig aðeins.   Gunni Þórðar Kl. 16-18 í Grundarfjarðarkirkju. Til að binda endahnútinn á Rökkurdaga 2010 duga engin vettlingatök. Því var ráðist í að fá meistarann sjálfan, Gunnar Þórðarson, til að mæta á svæðið. Hann slóð að sjálfsögðu til og mun troða upp í Grundarfjarðarkirkju í dag. Gunnar verður einn með kassagítarinn og flytur úrval sinna bestu laga. Einnig mun hann fræða gesti um söguna bakvið lögin. Miðaverð er 1.000 kr. og 500 kr. fyrir börn.

Ljósmyndir frá Rökkurdögum óskast

Menningarhátíðin Rökkurdagar hefur gengið afskaplega vel það sem af er og viðburðir almennt vel sóttir. Oft sáust myndavélar á lofti og förum við nú þess á leit við ykkur sem eigið góðar myndir frá viðburðum síðustu daga að senda vel valdar myndir sem færu í myndabanka á heimasíðu bæjarins. Senda má myndir á netfangið grundarfjordur[hjá]grundarfjordur.is.

Dagskrá Rökkurdaga í dag

Listsýning grunnskólanema Kl. 12 við Sögumiðstöðina.  Sýning 1.-3. bekkja grunnskólans á verkum sínum en þeir hafa undanfarið verið að vinna mörg skemmtileg verkefni með fiska.   Barnabíó Kl. 16:30-18. Barnabíó í Sögumiðstöðinni.   Salsaveisla Kl. 20. Salsaveisla á Hótel Framnesi í samvinnu við kennara Tónlistarskólans. 1.000 kr./frítt fyrir matargesti.   Gæðablóð Kl. 20:30-23 á Kaffi 59. Hljómsveitin Gæðablóð varð til fyrir um þremur árum síðan á bar í miðbæ Reykjavíkur þar sem nokkrir vinir komu saman. Þetta voru þeir Tómas Tómasson úr Stuðmönnum, Kormákur Bragason úr Sout River Band og Magnús einarsson úr Brimkló. Síðar bættust í hópinn þeir Eðvald Lárusson, Jón Indriðason og Hallgrímur Guðsteinsson sem allir kunna sitthvað fyrir sér í tónlist. Þá mun Heiðrún Hallgrímsdóttir, starfsmaður á Kaffi 59, stíga á svið með hljómsveitinni.