Jólatónleikar tónlistarskólans

Hinir árlegu jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar voru haldnir í húsakynnum Fjölbrautaskóla Snæfellinga í gær. Húsið var fullt og reiknað með því að um 250 manns hafi verið á staðnum. Ungir grundfirskir tónlistarmenn stigu á stokk ásamt kennurum tónlistarskólans og dekruðu við gesti með ljúfri jólatónlist. Skólahljómsveitir eldri og yngri nemenda skólans tóku lagið, tveir kórar stigu á stokk og lúðrasveitin sýndi listir sínar. Einnig var risasamspil þar sem hvorki meira né minna en 50 manns spiluðu saman. Tókust tónleikarnir með eindæmum vel og greinilegt að öflugt starf tónlistarskólans er að skila sér. Einnig má geta þess að á tónleikunum var formleg opnun á nýrri og glæsilegri vefsíðu tónlistarskólans.

Tilkynning til vélsleðamanna.

  Það eru vinsamleg tilmæli til vélsleðamanna að aka ekki um eða yfir Steinatjörn eða tjaldsvæðin í Grundarfirði.  Verið er að byggja upp svæðin og eru þau mjög viðkvæm enn sem stendur. Allur akstur vélknúinna ökutækja getur valdið stóru tjóni.   Tæknideild Grundarfjarðarbæjar  

Rusl

Á mánudaginn 22. desember frá kl.10.00 verða ruslatunnur bæjarins tæmdar. Vinsamlegast mokið snjó frá ef þess þarf.  

100. fundur bæjarstjórnar

100. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 18. desember nk. í samkomuhúsinu. Fundurinn hefst kl. 16.15 og er fólk velkomið að koma og hlusta á það sem fram fer. Fundarboð og dagskrá má nálgast hér.

Jólafrí í íþróttahúsi

Íþróttahúsið verður lokað frá og með föstudeginum 19. desember og opnar aftur mánudaginn 5. janúar.

Vinna hafin við skíðalyftuna

Nú í dag mánudag hófu hluti af áhöfnum Farsæls SH og Helga SH vinnu við að koma skíðalyftunni okkar í lag. Þetta voru þeir Jonni, Öddi og Steinar Áslaugs af Farsæl og af Helga SH mættu þeir Bent, Hemmi Gísla og Hjálmar. Hér má sjá myndir af aðgerðinni.

Frá Tónlistaskóla Grundarfjarðar

Áður auglýstir jólatónleikar skólans sem halda átti í samkomuhúsinu verða í sal fjölbrautaskólans þriðjudaginn 16.desember kl.20.00.  

Litlu jólin í leikskólanum

  Litlu jólin voru haldin í leikskólanum í dag. Allir voru í hátíðarskapi og skemmtu sér við að syngja og dansa í kringum jólatréð. Stúfur, Skyrgámur og Stekkjastaur litu í heimsókn og færðu börnunum pakka. Hér finnast fleiri myndir.  

Nýburahátíð í Grundarfirði

  Nýbakaðir Grundfirðingar komu saman í safnaðarheimilinu síðastliðinn fimmtudag. Börn fædd á árinu 2008 eru ellefu talsins og búist er við því tólfta nú rétt fyrir hátíðirnar.  

Aðgerðir bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þ. 11. desember sl. var samþykkt aðgerðaáætlun sem fylgir með fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.  Tillaga að fjárhagsáætlun 2009 var til fyrri umræðu á sama fundi.  Aðgerðaáætlunin tekur til fjölmargra liða í rekstri sveitarfélagsins.  Ljóst er að rekstur næsta árs og e.t.v. næstu ára verður erfiðari en verið hefur undanfarin ár vegna þeirra þrenginga í efnahagslífi landsins sem framundan eru.  Aðgerðaáætlunina má skoða í heild sinni  hér.