Hjólin að fara að snúast

 Af vef Skessuhorns Það var í nógu að snúast hjá áhöfninn á Sóley SH frá Grundarfirði í gærmorgun, er þeir voru að gera klárt á veiðar á ný eftir sumarfrí, en látið verður úr höfn á morgun. Sumarfríið var notað til þess að skvera skipið upp hjá Skipavík í Stykkishólmi. Áhöfnin var að setja trollið á rock hoparann þegar ljósmyndara Skessuhorns bar að. Einn bátur hefur þegar landað eftir sumarstopp og var það línubáturinn Grundfirðingur SH sem landaði um 20 tonnum á mánudag.

Breyttur opnunartími í sundlauginni

Frá og með mánudeginum 20. ágúst verður sundlaugin opin frá 7-8 á morgnana og frá 16-21 á kvöldin.

Krákan í Grundarfirði fær viðurkenningu

Af vef Skessuhorns. Veitingastaðurinn Krákan í Grundarfirði fékk óvæntan glaðning á dögunum þegar eigendur staðarins, hjónin Halla Elimarsdóttir og Friðfinnur Friðfinnsson fengu bréf frá fyrirtækinu The Rough Guide To Iceland þar sem þeim var veitt viðurkenning fyrir matinn sinn. Fyrirtækið gefur út um 300 blöð um ferða- og veitingastaði víða um heiminn og aðeins þau fyrirtæki sem standa upp úr fá umrædda viðurkenningu.  „Við vissum ekkert af þessum manni sem kom frá þeim og munum ekki einu sinni eftir honum. Hann var hér eins og hver annað ferðamaður,“ sagði Halla í samtali við Skessuhorn og bætti jafnframt við að í bréfinu sem þau fengu hafi verið greint frá því að þetta væri einn af hans uppáhalds veitingastöðum.  

Leikskólakennari óskast

Við leikskólann Sólvelli  vantar leikskólakennara til starfa. Vinnutími 9:00-17:00   Hæfniskröfur: Leikskólakennarmenntun, Færni í mannlegum samskiptumFrumkvæði í starfi, Jákvæðni og áhugasemi, Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn  starfmaður með sambærilegamenntun og/eða reynslu með börnum. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við leikskólastjóra  í leikskólanumeða í síma 438 6645.   Umsóknarfrestur er til 24. ágúst. 

Hljómsveitin Feik frá Grundarfirði í Paimpol

  Hljómsveitin Feik frá Grundarfirði spilaði á hátíð í Paimpol vinabæ Grundafjarðar um síðustu helgi. Hátíðin ,,Chant de Marin” er tileinkuð sjómannasöngvum og sækja hátíðina listamenn víðs vegar að og koma yfir eitthundraðþúsund gestir á hátíðina. Feik vakti mikla athygli fyrir líflegan flutning. Hljómsveitina skipa Emil Sigurðsson, Kristján Oddsson og bræðurnir Elvar og Ragnar Alfreðssynir.  

Unglingalandsmót 2009 verður í Grundarfirði

Unglingalandsmót 2009 verður í Grundarfirði Björn B. Jónsson formaður UMFí, tilkynnti það á Unglingalandsmótinu á Hornafirði að stjórn UMFÍ hefði ákveðið að Unglingalandsmótið 2009 verði haldið í Grundarfirði. Unglingalandsmótið 2008 verður hins vegar haldið í Þorlákshöfn. 

Tvö Skemmtiferðaskip í Grundafjarðarhöfn í gær

Tvö skemmtiferðaskip komu í Grundafjarðarhöfn í gær annað skipið er Le Diamant eða Demanturinn og kemur það frá Frakklandi hitt skipið er frá Portúgal og heitir það Stjarnan. Portúgalska skipið gat þó ekki komið að landi að sökum veðurs og var það frá að hverfa    Hér má sjá myndir af skipunum

Takk fyrir okkur!

UMFG stóð fyrir dósasöfnun í vikunni. Ágætis mæting var hjá krökkunum, hefði mátt vera betri en þau sem mættu komu flest með foreldra sína með og því tók söfnunin aðeins um einn og hálfann tíma. Alls safnaðist um 100.000 kr og þökkum við Grundfirðingum fyrir frábærar móttökur. Sérstakar þakkir fá Hótel Framnes, Kaffi 59, Lions og Ragnar og Ásgeir. Nokkrir sem ekki voru heima þegar söfnunin fór fram hafa hringt og beðið um að dósapokar verði sóttir og er ekkert nema sjálfsagt að verða við því.  

Stendur fyrir alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Grundarfirði

2. ágúst 2007 Meðal þeirra aðila sem fengu styrk frá Menningarráði Vesturlands fyrr á þessu ári var ungur Grundfirðingur, Dögg Mósesdóttir. Hún ætlar að setja upp alþjóðlega kvikmyndahátíð í heimabæ sínum fyrstu helgina í febrúar á næsta ári. Um stuttmyndahátíð verður að ræða þar sem einnig verða sýnd tónlistarmyndbönd, en gerð þeirra blómstrar um þessar mundir. Einnig á að vera með eina kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu var ætlunin að hafa hátíðina um sumar en Dögg færir sterk rök fyrir því af hverju hún skipti um skoðun. Hugmyndir Daggar eru metnaðarfullar. Rætt er við Dögg í Skessuhorni sem kom út í gær. Frétt á vef Skessuhorns 2. ágúst 2007.

Frá bæjarstjóra að lokinni hátíðinni "Á góðri stund"

Hátíðin "Á góðri stund" var haldin með miklum glæsibrag um síðustu helgi.  Mikill fjöldi gesta sótti bæinn heim.  Bæði var um brottflutta Grundfirðinga að ræða og gesti frá öðrum byggðarlögum.  Allir þessir gestir eru okkur kærir og setja mikinn og skemmtilegan svip á hátíðina.  Í stuttu máli var yfirbragð hátíðarinnar gott og öllum þátttakendum til sóma.  Félag atvinnulífsins í Grundarfirði (FAG) stendur fyrir hátíðinni með dyggum stuðningi fyrirtækja og bæjarins.  Þannig sameina þessir aðilar krafta sína í skemmtilegu framtaki sem hefur verið að bæta við sig og stækka undanfarin ár.  Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist um helgina og mikið þurfti til svo vel færi um alla.  Margir gistu í heimahúsum hjá ættingjum og vinum en mikill fjöldi fólks kom með viðlegubúnað og gisti tjaldsvæði inni í ...