Græn tunna á öll heimili ???

Ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á skoðanakönnun sem er í gangi varðandi "grænar tunnur".  Verið er að kanna hvort hemili í Grundarfjarðarbæ hafi áhuga fyrir því að hafa "græna tunnu" heima til þess að losa í pappír og plast (dagblöð, tímarit, umbúðir o.þ.h.).  Íslenska gámafélagið hf. býður fram þessa þjónustu gegn gjaldi sem er áætlað að verði nálægt 1.000 krónum á mánuði.  Lágmarksfjölda notenda þarf til þess að þjónustan verði sett af stað og miðað er við 40 heimili.  Skorað er á alla sem áhuga hafa, að láta skoðun sína í ljós með því að svara skoðanakönnuninni á heimasíðunni.

Nytjagámur

Nú er komin nytjagámur á gámasvæðið. Þar getur fólk gefið hluti sem það er hætt að nota. Markmiðið með nytjagáminum er að endurnýta húsmuni og þangað getur fólk komið og skoðað úrvalið.  

sundæfingar

Sundæfingar UMFG hefjast 25. júní Til að æfingar geti gengið sem best er ætlunin að skipta krökkunum niður eftir því sem þau hafa lært í sundi.  Átt er við að þau kunni einhverja undirstöðu í sundaðferðinni.   Hópur 1: þeir sem kunna bringusund Hópur 2: bringusund og baksund Hópur 3: bringusund, baksund og skriðsund.  

Spurning vikunnar

Spurning vikunnar var hver væri uppáhaldsfugl fólks. Lóan hafði vinninginn með 56 atkvæði (24,7%) af 227 atkvæðum. 

Norska húsið 175 ára

Norska húsið  175 ára Í dag, 19. júní, eru 175 ár síðan fótstykkið var lagt að Norska húsinu í tilefni af afmælinu verður ókeypis inn á safnið á í dag og gestum boðið upp á kakó í krambúðinni. Í Eldhúsinu og Mjólkurstofunni er sýningin “Af norskum rótum” um Strömmen trævarefabrik 1884-1929 og um norsk timburhús á Íslandi. Í Krambúðinni er fjölbreytt úrval af forvitnilegum vörum   Húsið er opið daglega í sumar kl. 11.00-17.00 Allir hjartanlega velkomnir

19. júní

Starfsfólk bæjarskrifstofunnar óskar konum í Grundarfirði til lukku með kvennadaginn. Baráttan lifi. 

Lumar þú á góssi?

Skipuleggjendur Grundarfjarðardaganna langar til þess að hafa  líflegan markað á hafnarsvæðinu á hátíðinni í ár til að auka enn á fjölbreytileikann. 

Sundnámskeið 5 og 6 ára barna

Dagana 19.- 22. og 25.- 28. júní verður sundnámskeið í sundlauginni frá 8 - 8.40 og er fólk beðið að sýna því tillitsemi en laugin verður þó opin á meðan.

17. júní 2007

  Byrjað var á skrúðgöngu frá Kaffi 59 undir stjórn vaskrar trommusveitar sem Tónlistarskóli Grundarfjarðar hefur æft.  Setti sveitin mjög skemmtilegan blæ á skrúðgönguna.  Veðrið lék við þjóðhátíðargesti sem undu sér vel í Þríhyrningnum við ávarp fjallkonu, hátíðarræðu, stórkostlegan söng ungu kynslóðarinnar og önnur skemmtiatriði.  Björgunarsveitin bauð upp á kassaklifur sem unga kynslóðin fjölmennti í og kvenfélagið var með kökubasar.

Fjallganga á Eyrarfjall

Það voru 66 manns og tveir hundar sem tóku þátt í fjölskyldugöngu HSH og Siggu Dísar á Eyrarfjall í ágætis veðri þann 14. júní sl.  Elsti göngumaðurinn var 70 ára og sá yngsti 4ra ára.  Sigga Dís hefur haft þann sið undanfarin 6 ár að ganga á Eyrarfjall á afmælisdaginn sinn ásamt þeim sem hafa viljað slást í hópinn, en þetta er mesti fjöldi sem ennþá hefur farið með henni.  Þar sem elsti göngugarpurinn var 70 ára, setti hún sér það markmið að fara á fjallið næstu 30 árin.  Póstkassinn með gestabókinni er staðsettur við Strákaskarðið þar sem hlaupið er niður og er göngufólk sem leggur leið sína á Eyrarfjall hvatt til þess að kvitta fyrir komuna. Hér má sjá fleiri myndir úr göngunni á fjallið.