Dagur umhverfisins er haldinn á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður hreinni orku og loftslagsmálum.
Skógræktarfélag Eyrarsveitar og Grundarfjarðarbær standa fyrir opnu húsi í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 25. apríl kl. 16-20.
Kynningar og fyrirlestrar með áherslu á loftslag, orkunotkun og heilbrigðan lífstíl.
Til umhugsunar í tilefni af Degi umhverfisins 25. apríl 2007. Heimildir og fróðleikur
Gerum daginn eftirminnilegan, mætum og fræðumst
Sækjum hvatningu um hreinna og umhverfisvænna umhverfi
Undirbúningsnefndin
Dagskráin: