Utankjörstaðakosning

Kjósendum er bent á að hægt er að kjósa utan kjörfundar í Grundarfirði.  Kosið er á skrifstofu sýslunnar í lögreglustöðinni að Hrannarstíg 2.  Skrifstofan er opin á virkum dögum frá kl. 11.00 til kl. 15.00. 

Matjurtagarður í leikskólanum

Kaupþing banki hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogaskálarnar til þess að auka grænmetisneyslu barna. Er öllum leikskólum sem vilja gefin efni, áhöld, fræ og könnur til að útbúa lítinn matjurtagarð. Mánudaginn 7. maí kom Þorgrímur Þráinsson sem heldur utan um þetta verkefni ásamt Olgu Aðalsteinsdóttur frá Kaupþing og færðu leikskólanemendum áhöld og fræ til að nota í matjurtagarðinn. Kemur þetta sé vel í matjurtagarð leikskólans sem nokkrir nemendur voru að undirbúa fyrir sáningu í síðustu viku. Hér koma myndir frá því og einnig þegar gjafirnar voru afhentar.  

Dagana 2. -22. maí er átakið Hjólað í vinnuna hjá ÍSÍ.

 Starfsfólk Leikskólans tekur þátt í því átaki og hvetur jafnframt nemendur til að mæta á hjóli eða gangandi í leikskólann. Þessar myndir voru teknar föstudaginn 4. maí á bílaplani leikskólans og sést þar hvað allir taka þetta hátíðlega. Myndir

Auglýsing um kjörfund í Grundarfjarðarbæ vegna kosninga til Alþingis 12. maí 2007

Sbr. ákvæði 2. málsliðar 68. gr. laga nr. 24/2000 m. s. br.   Alþingiskosningar verða laugardaginn 12. maí 2007 skv. ákvæðum laga nr. 24/2000 með síðari breytingum.   Kjörfundur í Grundarfjarðarbæ hefst kl. 10.00 og honum lýkur kl. 22.00 laugardaginn 12. maí 2007.   Kosið verður í einni kjördeild í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Framvísa ber persónuskilríkjum á kjörstað ef kjörstjórn fer fram á það.   Kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar.  

Auglýsing um kjörfund í Grundarfirði vegna kosninga til Alþingis 12. maí 2007

Sbr. ákvæði 2. málsliðar 68. gr. laga nr. 24/2000 m. s. br.   Alþingiskosningar verða laugardaginn 12. maí 2007 skv. ákvæðum laga nr. 24/2000 með síðari breytingum.   Kjörfundur í Grundarfirði hefst kl. 10.00 og honum lýkur kl. 22.00 laugardaginn 12. maí 2007.   Kosið verður í einni kjördeild í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Framvísa ber persónuskilríkjum á kjörstað ef kjörstjórn fer fram á það.   Kjörstjórn Grundarfjarðar.  

Fyrsta skipið leggst að Miðgarði í Grundarfjarðarhöfn

  Fyrsta skipið sem lagðist að nýju bryggjunni í Grundarfjarðarhöfn var Haukabergið SH 20.  Haukabergið lagðist að bryggjunni á hátíðar- og baráttudegi verkalýðsins 1. maí sl.  Þetta var merkilegur áfangi í sögu hafnarinnar og afar gleðilegur.  Bryggjan er þó ekki fullbúin ennþá.  Ennþá vantar steypta þekju, lagnir og fleira smálegt áður en unnt verður að vígja hana formlega.  Áhöfn Haukabergsins og Grundarfjarðarhöfn er óskað til hamingju með áfangann.

Spurning vikunnar.

Rétt svar við spurningu vikunnar er "þögnin". 129 manns spreyttu sig á spurningunni og voru 94 eða 72,9% með rétt svar.

Auglýsing um kjörfund í Grundarfjarðarbæ

Sbr. ákvæði 2. málsliðar 68. gr. laga nr. 24/2000 m. s. br.   Alþingiskosningar verða laugardaginn 12. maí 2007 skv. ákvæðum laga nr. 24/2000 með síðari breytingum.   Kjörfundur í Grundarfjarðarbæ hefst kl. 10.00 og honum lýkur kl. 22.00 laugardaginn 12. maí 2007.  Ein kjördeild verður fyrir sveitarfélagið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar.  

Opnunartími Sundlaugarinnar

Opnunartími í sundlauginni er frá kl.  07:00 – 08:00 og frá kl. 16:00 – 21:00 alla virka daga.  Um helgar verður opið frá kl. 12:00 - 18:00. 

Hjólað í vinnuna

Fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ísland á Iði, stendur fyrir "Hjólað í vinnuna", heilbrigðri fyrirtækjakeppni um allt land dagana 2. - 22. maí.   Meginmarkmið "Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.   Sérstaklega eru vinnustaðir hvattir til þess að taka sig saman og skrá sig til keppni um verðlaun sem veitt eru í mörgum flokkum.    Nánari upplýsingar er að fá á vef ÍSÍ www.isi.is