Landsþing ungs fólks

Tveir fulltrúar úr Grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt í Landsþingi ungs fólks, sem haldið var í Reykjavík laugardaginn 5. apríl sl. á vegum SAMFÉS, sem eru fagsamtök félagsmiðstöðva og æskulýðsskrifstofa á Íslandi. Félagsmiðstöðin okkar Grundfirðinga er aðili að SAMFÉS. Til að líta inn á heimasíðu SAMFÉS má smella hér.

Málþing unglinga í Grundarfirði

Í dag kl. 17.30 verður málþing unglinga haldið í samkomuhúsinu. Þar munu unglingarnir segja frá því starfi sem er í Grundarfirði og hvað mætti betur fara. Sýnum samstöðu og áhuga á því sem unglingarnir hafa fram að færa. Mætum öll því þau eru framtíð Grundarfjarðar!!  

Vígsla hafnarmannvirkis

Í dag laugardaginn 5. apríl fór fram vígsla hafnarmannvirkis, 100 metra lengingar Norðurgarðs (stóru bryggju) Grundarfjarðarhafnar.   Í grenjandi sunnanátt hópaðist prúðbúinn mannfjöldinn niður á bryggju þar sem fram fór stutt en hátíðleg athöfn.

TÓN-VEST 2003

Síðastliðinn miðvikudag 26. mars fóru 11 nemendur úr Tónlistarskólanum ásamt 2 kennurum til þess að taka þátt í “Tón-vest-tónleikum”.  Þessir tónleikar eru haldnir síðasta miðvikudag í marsmánuði ár hvert og taka þátt í þeim nemendur úr öllum tónlistarskólum á Vesturlandi  Að þessu sinni voru þeir haldnir í Dalabúð í Búðardal. 

Átak gegn einelti - Olweusar verkefnið

Í kvöld, kl. 20.00 verður haldinn opinn kynningarfundur í Grunnskóla Grundarfjarðar um Olweusar- verkefnið og niðurstöður úr könnun sem fram fór í skólanum á tíðni eineltis verðar kynntar. Könnun þessi var framkvæmd meðal nemenda í 4.-10. bekk í desember 2002.    

42. Stjórnarfundur

42. stjórnarfundar Eyrbyggja 2. apríl 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík   Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Hrafnhildur Pálsdóttir.