Félagsmiðstöðin Eden

Starfið hefur farið vel af stað í vetur. Mæting hefur verið góð og hefur frekar verið að aukast eftir því sem fleiri heyra að skipulögð dagskrá er farin í fullan gang! Krakkarnir geta ávallt séð hvaða dagskrá er í boði tvær vikur fram í tímann því hún er alltaf skrifuð upp á töflu í andyri Eden. Einnig verður hægt að nálgast hana hér á vefnum í framtíðinni.

Taizé-messa sunnudagskvöld í Grundarfjarðarkirkju

Taizé-messa verður í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 24. október kl. 20. Boðið verður upp á kvöldte að messu lokinni. Allir eru velkomnir. Taizé-messa er ekki hefðbundin guðsþjónusta, heldur n.k. kyrrðarstund, þar sem staldrað er við í asa hversdagsins og andartakið tekið frá til að eiga stund með Guði og sjálfum sér. Kirkjukórinn mun flytja sérstaka taizé-tónlist. En hvað er taizé?

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fær gjöf frá bæjarstjórn Akraness

Á miðvikudaginn 20. október barst skólanum glæsileg gjöf frá bæjarstjórn Akraness. Fulltrúi bæjarstjórnarinnar, Jón Gunnlaugsson, færði skólanum fallegt málverk og á meðfylgjandi mynd sést Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari taka við gjöfinni.   Af vef Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Árshátíð starfsmanna Grundarfjarðarbæjar

Árshátíð starfsmanna Grundarfjarðarbæjar var haldin laugardaginn 9. október í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Gísli Einarsson, fréttamaður, var veislustjóri, veitingahúsið Kaffi 59 sá um matinn og Hljómsveitin Sviss lék svo fyrir dansi að borðhaldi loknu. Árshátíðin heppnaðist í alla staði vel og flestir sammála því að gera þennan viðburð árlegan. Meðfylgjandi eru myndir frá skemmtuninni.     Undirbúningsnefnd; Katrín, Sólrún, Kolbrún, Salbjörg og Jökull

Tólf sporin - andlegt ferðalag

Boðið verður upp á Tólf spora hópastarf í Grundarfjarðarkirkju í vetur. Starfið hefst föstudaginn 22. október  kl. 18-21 með samveru í Grundarfjarðarkirkju.  Síðan verður sameiginlegur kvöldverður (kostar 300 kr.) og að því loknu verður byrjað að fara yfir kynningarefni og haldið áfram á laugardeginum kl. 9:30.  

Slökkvilið Grundarfjarðar aðstoðar Slökkvilið Ólafsvíkur við stórbruna

Gríðarlegt tjón varð í eldsvoða á bænum Knerri í Snæfellsbæ í gærkvöld og brunnu hundruð fjár inni. Eldurinn var tilkynntur klukkan 19.55 til lögreglunnar í Snæfellsbæ og var Slökkvilið Ólafsvíkurog Grundarfjarðar kvatt á vettvang. Aðgengi að vatni var mjög takmarkað og þurfti að sækja það um 1 km leið að næsta bæ. Ljóst var um klukkan 22.30 að ekki tækist að bjarga fjárhúsi, vélageymslu og hlöðu en áhersla var lögð á að bjarga íbúðarhúsinu.  

Fyrstu snjókornin í byggð

Það var kuldalegt um að litast í Grundarfirði í morgun, eins og reyndar víðast hvar á landinu. Fjallahringurinn var grár niðrí miðjar hlíðar og snjókorn festi á götum bæjarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af svölum bæjarskrifstofunnar um miðjan dag.      

Vinna við lagnir í Hrannarstíg

Undanfarið hefur verið unnið við lagnir í Hrannarstíg. Verið er að koma fyrir nýjum vatnsveitu-, klóak- og regnvatnslögnum í stað gamalla lagna sem fyrir eru. Vegna þessara framkvæmda er óhjákvæmilegt að loka tímabundið innkeyrslunni inn í Smiðjustíg þar sem grafinn verður skurður þar í gegn.       

Nýtt á bókasafninu

Nýlega bárust á bókasafnið nýjar og nýlegar enskar barna- og unglingabækur. Meðal þeirra eru bækur eins og „Cat and mouse in a haunted house“ og „Four mice deep in the jungle“ eftir Geromino Stilton frá 2000, „The best of Dr. Seuss“ en hann skrifaði „Þegar Trölli stal jólunum“ og „Kötturinn með höttinn“, nokkrar bækur um Kaftein Ofurbrók (Captain underpants) eftir Dav Pilkey og bókaflokkurinn „The doomspell“ eftir McNish frá 2000.

Slökkviliðin á Nesinu æfa á Gufuskálum

Slökkvilið Stykkishólms, Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar, munu laugardaginn 16. október halda sameiginlega æfingu liðanna á Gufuskálum. Þar munu þau nýta aðstöðu björgunarmiðstöðvarinnar sem hentar afar vel til æfingar sem þessarar. Fulltrúar Brunamálastofnunar verða viðstaddir æfinguna og leggja til búnað.