Aðalfundur Eyrbyggja

Aðalfundur Hollvinasamtaka Eyrbyggja verður haldinn fimmtudaginn 7. október n.k. kl. 20:00 í kaffihúsinu Amokka, Borgartúni 21A Reykjavík. Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf. Að aðalfundi loknum verða sýndar skemmtilegar myndir úr Bæringssafni. Allir núverandi og fyrrverandi Grundfirðingar/Eyrsveitungar eru hvattir til að mæta. Stjórnin

Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Á vegum félagsmálaráðuneytis er komin út skýrsla sem ber yfirskriftina ,,Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins – fyrstu tillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga”. Skýrslan er liður í samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Í ágúst 2003 var skipuð verkefnisstjórn til að hafa yfirumsjón með verkefninu og leggja fram tillögur um breytingar á verkaskiptingu hins opinbera. Þær tillögur voru lagðar fyrir ríkisstjórn í apríl 2004.

Námsstefna USEVENUE verkefnisins

Þátttakendur í USEVENUE verkefninu verða með námstefnu í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði mánudaginn 4. október nk. frá kl 9-12.   Þar mun verkefnið verða kynnt og umræður um hvernig Snæfellingar geti lært af nágrannaþjóðum okkar í skipulagningu og framkvæmd viðburða og miðlað af sinni reynslu. Jafnframt munu koma fram hugmyndir að nýjum verkefnum.  

Fréttatilkynning frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi settu í sumar á laggirnar samstarfsnefnd sem er ætlað að meta kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna.  Á fundi Héraðsnefndar Snæfellinga með sveitarstjórnarmönnum í vetur kom fram að gott væri fyrir sveitarfélögin að vinna slíka úttekt og huga þannig að álitamálum í sameiningu sveitarfélaganna, m.a. í ljósi áfoma ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins.   

Aðaltollhöfn í Grundarfirði?

Hafnarstjórn Grundarfjarðar hefur ákveðið að óska eftir því við fjármálaráðherra að Grundarfjarðarhöfn verði gerð að aðaltollhöfn. “Það breytir því að við getum tekið inn erlend skip sem hefðu þá Grundarfjarðarhöfn sem fyrsta eða síðasta viðkomustað hér á landi,” segir Björg Ágústsdóttirbæjarstjóri Grundarfjarðar. “Helstu rökin eru stóraukin umferð skemmtiferðaskipa og aukning á skipakomum almennt. Þá er mikið um löndun iðnaðarrækju til vinnslu hér á staðnum og einnig eru áform um byggingu frystihótels í tengslum við starfsemi hafnarinnar. Því teljum við að það geti styrkt höfnina og atvinnulífið á staðnum ef þetta gengur eftir,” segir Björg. Sótt á www.skessuhorn.is

Námsstefna slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Gunnar Pétur Gunnarsson, slökkviliðsstjóri og Bergur Hrólfsson, varaslökkviliðsstjóri fóru í gær á námsstefnu á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Markmið með námsstefnunni er að gefa félögum LSS færi á að kynna sér nýungar í búnaði og starfi.