Dagur kvenna í dreifbýli

Dagur kvenna í dreifbýli verður nú haldinn hátíðlegur í annað skipti á Íslandi, í samvinnu Lifandi landbúnaðar, grasrótarhreyfingar kvenna í landbúnaði og Kvenfélagasambands Íslands. Margvíslegar uppákomur, vítt og breitt um landið, eru fyrirhugaðar í tilefni dagsins.   Víða um lönd er 15. október helgaður konum í dreifbýli. Markmiðið er að gera dreifbýliskonur sýnilegri, efla samstöðu þeirra innbyrðis og ekki síður að sýna konum í þeim löndum þar sem staða þeirra er verri, samstöðu og hvatningu.  

Menningarhátíð í undirbúningi

Fræðslu- og menningarmálanefnd Grundarfjarðarbæjar hefur um nokkurt skeið unnið að undirbúningi fyrir menningarhátíð sem á að hefjast í lok október og er áætlað að standi yfir í u.þ.b. 3-4 vikur. Gert er ráð fyrir fjölbreyttri dagskrá sem samanstendur af tónlistarflutningi, sýningum á myndlist og handverki, upplestri, kveðskap o.fl.

Skrefi framar - styrkur til fyrirtækja á landsbyggðinni

Impra nýsköpunarmiðstöð hefur auglýst eftir þátttakendum í ráðgjafarverkefnið ,,Skrefi framar” og er umsóknarfrestur til 15. október 2004. Verkefnið hefur verið auglýst í dagblöðum undanfarnar vikur og er gert ráð fyrir að það hefjist í byrjun nóvember. Verkefnið er opið fyrirtækjum í öllum starfsgreinum á landsbyggðinni.   

Sundlaugin opin viku í viðbót

Vegna fjölda áskorana hefur lokun sundlaugarinnar verið frestað um viku og verður því síðasti opnunardagur föstudaginn 15. október n.k.

Sundlaugin lokar

Aðsókn í sundlaugina hefur verið lítil undanfarnar vikur og nú er komið að því að loka henni á þessu hausti. Á morgun, 9. október, verður því síðasti opnunardagur sundlaugarinnar á árinu.      

Aðalfundur 2004

Aðalfundur Eyrbyggja 7. september 2004  kl 20:00 í Borgartúni 21a (Amokka kaffihús), í Reykjavík.   Viðstaddir stjórnarmenn: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason,Bjarni Júlíusson, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Þór Pálsson, Hafdís Gísladóttir.   1.                  Ársskýrsla Formaður félagsins, Bjarni Júlíusson, kynnti stjórn og greindi frá því helsta í starfi félagsins á síðastliðnum vetri.  

Landaður afli í september

Í töflunni hér að neðan má sjá yfirlit yfir landaðan afla eftir tegundum í Grundarfjarðarhöfn í september. Taflan sýnir samanburð á milli áranna 2003 og 2004. Heildarafli í september á þessu ári er 1.008.899 kg en var 965.525 kg. í sama mánuði í fyrra.   Tegundir 2003 2004   Þorskur 256.354 178.130 kg Ýsa 122.794 317.663 kg Karfi 134.394 53.239 kg Steinbítur 25.717 20.023 kg Ufsi 49.599 23.680 kg Beitukóngur 62.680 45.680 kg Rækja 353 0 kg Langa 8.505 7.767 kg Keila 10.889 9.367 kg Gámafiskur 272.814 320.210 kg Aðrar tegundir 21.426 33.140 kg   965.525 1.008.899  

Áhugi Frakka á menningartengslum við Grundfirðinga

Sem kunnugt er hafa Grundarfjarðarbær og bærinn Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi haft með sér óformlegt vinabæjasamband. Grundfirðingar hafa orðið varir við mikinn áhuga Frakkanna á auknum samskiptum, m.a. á menningarsviðinu og nú hefur Grundfirðingum borist boð um að senda fulltrúa sína til að vera viðstaddir opnun ljósmyndasýningar í janúar 2005.

Áfram unnið við lagnir í Hrannarstíg

  Undanfarið hefur verið unnið við lagnir í Hrannarstíg, nánar tiltekið frá gatnamótum Fossahlíðar að Hlíðarvegi. Verið er að koma fyrir nýjum vatnsveitu-, klóak- og regnvatnslögnum í stað gamalla lagna sem fyrir voru. Þegar þessum hluta verksins verður lokið, sem áætlað er að verði í dag 6. október, verður hafist handa við seinni hluta þessa verks, þ.e. frá gatnamótum Hlíðarvegar að Smiðjustíg.  

55. Stjórnarfundur

55. stjórnarfundur Eyrbyggja 5.október 2004  kl 20:00 í Lágmúla 6, í Reykjavík.   Viðstaddir: Orri Árnason, Bjarni Júlíusson, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Þór Pálsson, Hrafnhildur Pálsdóttir, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir.