Eyrbyggja - Sögumiðstöð

Hafnar eru framkvæmdir við stækkun Eyrbyggju – Sögumiðstöðvar.  Breytingar sem gera þarf á húsinu vegna breyttrar notkunar er töluverðar og miklum tíma hefur verið varið í hönnun er taki mið af því að ná fram mestu mögulegu hagkvæmni jafnframt glæsilegu útliti. Orri Árnason arkitekt á arkitektastofunni Zeppelín hefur séð um alla arkitektavinnu.    Framhlið sögumiðstöðvar

Eyrbyggja - Sögumiðstöð

Hafnar eru framkvæmdir við stækkun Eyrbyggju - Sögumiðstöðvar. Stækkunin, við húsið norðanvert, kemur til með að hýsa snyrtingar/salerni. Vegna breyttrar notkunar hússins, sem áður var verslunarhús, þarf einnig að ráðast í ýmsar aðrar breytingar á því. Mikil vinna hefur verið lögð í hönnun er taki mið af því að ná fram sem mestri hagkvæmni og að starfsemin rúmist sem best í húsinu, auk þess sem lögð er áhersla á glæsilegt útlit og góða aðkomu að húsinu. Orri Árnason arkitekt sem á og rekur arkitektastofuna Zeppelin í Garðabæ hefur séð um alla arkitektavinnu.   Framhlið sögumiðstöðvar

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi stefna á vottun sem sjálfbært samfélag

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi; Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, afhentu í dag samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni, framtíðarstefnu sína fyrir Snæfellsnes. Er hún liður í undirbúningi að vottun GREEN GLOBE 21 á Snæfellsnesi sem SJÁLFBÆRU SAMFÉLAGI með megináherslu á ferðaþjónustu.  

Héraðsmót í frjálsum

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum verður haldið í Stykkishólmi á sunnudaginn 22. febrúar. Mótið efst kl 10. Foreldrar þeirra barna sem ætla að vera með þurfa að vera búin að skrá börnin fyrir kl 17:00 fimmtudaginn 19. febrúar hjá Kristínu Höllu í síma 899-3043.   Fjölmennum nú á mótið og komum heim með bikarinn !  

Sex í sveit á vetrarhátíð í Reykjavík

Sönghópurinn Sex í sveit frá Grundarfirði verður með söngskemmtun á vetrarhátíð Reykvíkinga sem haldin er nú í þriðja sinn dagana 19. – 22. febrúar.   Sönghópurinn ásamt undirleikara og stjórnanda Friðriki Vigni Stefánssyni mun koma fram á sérstakri árbæjarhátíð vetrarhátíðarinnar sunnudaginn 22. febrúar nk. kl 13.30 og verður hún haldin í hinu nýja húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1.

Úrslitakeppni íslandsmótsins í 4.flokki karla

4. flokkur karla spilar um helgina til úrslita á íslandsmótinu innanhúss.   Keppnin fer fram á Akranesi á sunnudaginn kl 10:00

Framkvæmdir við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

  Samkvæmt upplýsingum frá Loftorku er nú verið að steypa einingar fyrir grunn nýja Fjölbrautaskólans. Þann 25. feb. verður byrjað að reisa einingarnar í grunninn á byggingarstað.   Hönnuðir eru að leggja lokahönd á teikningar og er gert ráð fyrir að hönnun arkitekta og verkfræðinga verði lokið 17. febrúar.   Fréttatilkynning frá Jeratúni ehf. 11. feb. 2004

Breyting á auglýsingu um umferð í Grundarfirði

Með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu þann 6. febrúar sl. hefur tekið gildi breyting á Auglýsingu um umferð í Grundarfirði sem hér segir:   Biðskylda verður á Hrannarstíg gagnvart Nesvegi.    Bæjarstjóri    

Bæjarstjórnarfundur

  Reglulegur bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. febrúar 2004 kl. 17:00 í Grunnskóla Grundarfjarðar.   Á dagskrá verður staðfesting fundargerða nefnda og ráða; kynning á hagvaxtaráætlun fyrir Grundarfjörð, umræður um aðalskipulag dreifbýlis, yfirlit yfir stöðu bæjarsjóðs og stofnana, þriggja ára áætlun fyrri umræða, lögreglusamþykkt fyrri umræða, erindi frá Green globe, erindi frá unglingum í 8. – 10. bekk og  erindi frá Breiðafjarðarnefnd.   Bæjarstjóri

Eva Kristín setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

Meistaramót íslands í frjálsum var haldið um helgina. Fyrir okkar hönd kepptu þau Eva Kristín og Hákon Ingi. Eva Kristín varð íslandsmeistari í kúluvarpu með glæsilegu íslandsmeti í sínum aldurshóp,hún kastaði kúlunni 13,33 sem er 22ja cm bæting á metinu. Eva Kristín er ein af  efnilegusti kösturum landsins í dag og er í úrvalshópi FRÍ.  Hákoni Inga gekk ekki eins en öðlaðist þarna dýrmæta reynslu.